Saga - 1972, Qupperneq 120
118
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
ingu Kollavíkursels það ár má segja, að hafizt hafi hin
mikla útbreiðsla byggðar í Þistilfirði á 19. öld, sem náði
hámarki upp úr 1860. Eftir það fór byggðin að dragast
saman aftur. Að vísu má segja, að nokkurs konar undan-
fari þessarar byggðarþenslu sé endurbygging Kúðár-
(sels) 1814 og einkum þó Hafursstaða 1816, en það var
fyrsta jörðin, sem byggðist á 19. öld í Þistilfirði og verð-
skuldar að kallast heiðarbýli.
Skipta má útbreiðslu byggðarinnar í þrjú tímabil. Hið
fyrsta náði yfir átta ár, 1826—83, en þá byggðust átta
jarðir. Annað tímabilið er frá 1835 til 1847, en þá byggS-
ust sjö jarðir. Loks er þriðja tímabilið frá 1852 til 1855,
en þá byggðust fjórar jarðir.
Síðan byggðist ein jörð hvort árið 1860 og 1862, en
eftir það voru ekki fleiri jarðir endurbyggðar eða nýbýli
reist í Þistilfirði á 19. öld.
Eftirtektarvert er, hve byggðin hefur þanizt mikið út
1826—33, og hefur þá til jafnaðar byggzt ein jörð á ári.
Taka ber og eftir því, hve býlum hefur fjölgað mikið frá
1816 til 1835, eða um 16.
Ef litið er yfir árferðisannála frá 1820 til 1840, kemur
í ljós, að árferði hefur að vísu verið misjafnt, en þó ætíð
án verulegra harðinda. Helzt voru það árin 1822, 1835 og
1836, sem voru erfið, og var fellir fyrir norðan fyrsttalda
árið. Fleiri harðæra er og getið. Hafísar voru að ráði árin
1821, 1822, 1827, 1829, 1834, 1835, 1837 og nokkrir 1840,
þó ekki miklir norðanlands síðasttalda árið.34 En svo vill
reyndar til, að árin 1828—33 voru með bezta móti í heild
og árið 1828 t. d. eitt hið mesta gæzkuár.35 Haldast því
þarna í hendur allmikill árgæzkukafli og óvenjulega mikil
útbreiðsla byggðar í Þistilfirði. Árið 1801 var fólksfjöld-
inn á öllu landinu 47852, 1816 47691, 1827 50962 og 1835
34 ÞTHÁrferði, 220-^1, 357, 388—97.
35 Sama rit, 227—30.