Saga - 1972, Page 124
122
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
lega miklir fyrr en árið 1866, einna helzt í marz-júní árið
1859.38
Fólksfjöldinn á öllu landinu árið 1855 var orðinn
64603.39 I Svalbarðshreppi jókst íbúatalan stöðugt frá
1835, mest þó á árunum 1850—55, eða um 56 manns, þ. e.
18.5%, og var það í fullu samræmi við almenna þróun
fólksfjölda á landinu öllu, frá 1801 til 1855 jókst hann mest
á árunum 1850 til 1855.40 Rétt er svo að vekja athygli á
því, að Svalbarðshreppur, sem 1801 var til muna fámenn-
asti hreppurinn í Norður-Þingeyjarsýslu, var 1840 orðinn
til muna fjölmennastur, með 25 íbúa fram yfir Sauðanes-
hrepp, sem næstur kemur, en þar fækkaði fólki um 37 frá
1835 til 1840, úr 277 í 240, eða um 13.4%.44
Byggðum jörðum í Þistilfirði heldur áfram að fjölga
fram yfir miðja öldina, og á góðærakaflanum 1840—56
byggðust upp níu jarðir, ein hafði byggzt 1836 og ein ein-
hvern tíma milli 1835 og 1840, sem áður getur. Óhugsandi
verður að teljast, að Hjálmarvík hafi farið í eyði 1850
vegna harðæris, heldur hljóta einhverjar aðrar ástæður að
hafa komið þar til.
Þrátt fyrir mikil harðindi og fjártjón norðanlands fjög-
ur árin 1857—60,42 hefur fjöldi byggðra jarða í Þistil-
firði aldrei verið meiri en fardagaárið 1860—61, eða 38
jarðir alls, sbr. töflu I. M. a. s. byggðist ein jörð 1860,
Lækjamót, og önnur 1862, Nýstaðir, en árin 1861 og 1862
voru allgóð fyrir norðan.43 Fardagaárin 1855—60 voru
byggðar jarðir 37, fardagaárið 1861—62 voru þær 37, far-
dagaárið 1862—63 36, fardagaárið 1863—64 37, fardaga-
árið 1864—65 35, og haustið 1865 voru þær komnar niður
í 33, sbr. töflu I. Haustið 1854 voru þær 36. Það er því á
38 ÞTHÁrferði, 357—58, 400 og 402—3
39 Skýrslur I, 393, nmgr. 2.
40 Sama rit, 429.
41 JJohnJarðat, 402.
42 ÞTHÁrferði, 261—68.
43 ÞTHÁrferði, 268—71.