Saga - 1972, Page 127
BYGGÐ 1 ÞISTILFIRÐI
125
öðru verra og bæði mikil ísaár. Ekki verður þróunin síður
undarleg, þegar þess er gætt, að um þetta leyti eru Amer-
íkuferðir hafnar, annað mesta Ameríkuferðaárið úr Þistil-
íirði var 1883, sbr. síðar. Það þarf enga furðu að vekja,
þótt Heiðarmúli hafi lagzt í eyði. Er líklegt, að ábúendur
hafi flosnað upp frá búskap fyrra harðindaárið, en hitt
er merkilegra, að tvær jarðir skuli hafa byggzt að nýju á
Þessum tíma, m. a. s. seinna harðindaárið.
En nú urðu snögg þáttaskil í byggðarsögu Þistilfjarð-
því að á árunum 1885—95 var mikið hnignunarskeið.
Þá fækkaði byggðum jörðum um níu, átta 1885—90 og
eina 1890—95. Ameríkuferðir voru þá í algleymingi, mesta
Ameríkuferðaárið úr Þistilfirði var 1887. Einnig hefur býl-
Um stórfækkað á árabilinu 1885—90, eða um átta, sbr.
töflu I.
Fardagaárin 1893—95 var tala byggðra jarða í Þistil-
firði 23, og hafði hún ekki verið jafnlág síðan fyrra
hluta árs 1830, er Kerastaðir voru enn ekki komnir í byggð,
ef undan er skilið fardagaárið 1889—90, en þá voru þær
einnig 23. Eftir þetta fór byggðum jörðum að nýju fjölg-
a*idi, þótt aldrei yrðu þær nálægt því eins margar og þeg-
ar þær voru flestar, 38 fardagaárið 1860—61.
Verður nú sýnd tafla yfir mannfjöldabreytingar í Norð-
Ur-Þingeyjarsýslu frá 1880 (manntal) til 1890 (manntal)
a sama hátt og gert var árin 1801—35. Fjallahreppur er
talinn með Skinnastaðahreppi:
Keldunesh reppur ... . 1880 . 272 1890 275 +3 1.1%
Skinnastaðahreppur .. . 300 265 -—35 11.7%
Fuesthólahreppur .... . 333 269 --64 19.2%
Svalbarðshreppur .... . 312 236 --76 24.4%
®auðaneshreppur .... . 354 292 --62 17.5%
Á sama hátt og mest fjölgaði í Þistilfirði á tímabilinu
1801—35, bæði raunverulega og hlutfallslega, þannig fækk-