Saga - 1972, Side 128
126
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
aði nú einnig mest í Þistilfirði á árabilinu 1880—90, bæði
raunverulega og hlutfallslega
Á töflu III má glöggt sjá, hversu gífurlegur samdráttur
hefur orðið á búfjáreign Þistilfirðinga á árabilinu 1885—
90, einkum á sauðfé, og hafði það þó farið niður í 1528 árið
1881/47
Sé litið yfir árferði á þessu tímabili, sést, að árin 1885
—88 voru fremur hörð og erfið, og ísar voru 1886, 1887
og 1888. Árin 1889—91 voru bærileg, einkum var árið
1889 gott, 1892 var hart og ísaár, en árin 1893—95 voru
góð, einkum 1895. Aldrei komu þó á þessum árum nálægt
því eins mikil ísaár og t. d. 1881 og 1882.48
B. HeiSabyggð og Vesturheimsferðir.
Þegar litið er yfir tímabilið frá ca. 1690 til 1895, hlýtur
strax að vekja athygli, hversu mikilli útbreiðslu byggðin
hefur náð á 19. öld. Þá vaknar sú spurning, hvernig stóð
á þessari miklu byggðarþenslu. En þar kemur fleira en
eitt til. Áður hefur verið sýnt, að veðurfar var löngum
hagstætt, frá því er sleppti fyrstu árum aldarinnar, fram
yfir hana miðja, einmitt á því skeiði, sem byggðin náði
mestri útbreiðslu. En það er fleira en veðurfar, sem áhrif
hefur á byggðina.
Á 19. öld urðu engin þau stórslys af eldsumbrotum, sem
unnt er að jafna við sum umbrotin á fyrri öldum, t. d. á
14. öld og 1783, svo að dæmi séu nefnd.
Mannfall af sulti, sem var svo algengt á fyrri öldum,
hefur aldrei orðið síðan á 18. öld, a. m. k. ekki svo að
nokkru hafi numið.
Á 19. öld geisuðu ekki stórsóttir á borð við þær, sem á
fyrri öldum stráfelldu með stuttu millibili fjölda fólks.
47 Stjórnartiðindi 1890 C, 18.
48 ÞTw irferði, 323—43 og 358.