Saga - 1972, Qupperneq 132
130
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
ingja, sem tiltölulega nýlega eru komnir í leitirnar og varð-
veittir eru í Þjóðskjalasafni.
Þá er loks varðveittur í Þjóðskjalasafni samningur milli
Thorgrims Gudmundsen í Reykj avík og nokkurra vestur-
fara um flutning frá íslandi til Vesturheims. Allar þessar
heimildir hafa verið bornar saman, og eru þær að mestu
leyti samhljóða. Síðasttalda heimildin greinir þó aðeins sjö
manns úr Þistilfirði.
Eins og sjá má á töflu nr. IV, hófust Ameríkuferðir úr
Þistilfirði ekki að neinu marki fyrr en 1883, og það eru
einkum sex ár, sem verulega kveður að þeim þaðan. Árið
1883 er annað mesta útflutningsárið úr hreppnum, enda
höfðu tvö næstu ár á undan verið með þeim allra verstu
og hörðustu á öldinni, þótt ekki fækkaði byggðum jörðum
þá. Þá koma árin 1886—89, og var 1887 langmesta útflutn-
ingsárið, sem og af landinu öllu, enda hið harðasta af
þessum fjórum, þótt öll væru þau erfið nema 1889, sem
var allgott. Loks var 1893 fjórða mesta útflutningsárið.
Sé litið yfir tímabilið 1885—95 í heild, kemur í ljós, að
af þeim níu jörðum, sem þá lögðust í eyði og ekki byggðust
aftur fyrir 1895, fóru fjórar í eyði beinlínis vegna Amer-
íkuferða ábúenda, þ. e. Krossavíkursel, Bægistaðir, Hvapp-
ur og Fjallalækjarsel. Hins má svo geta, að Kerastaðir fóru
í eyði árið 1889 vegna Ameríkuferðar ábúenda, þótt þeir
byggðust aftur 1891, svo að raunar fóru fimm jarðir í
eyði á tímabilinu beinlínis vegna Ameríkuferða ábúenda.
Um eina jörðina má e. t. v. segja það, að hún hafi óbeint
lagzt í eyði vegna Ameríkuferða, þ. e. Leirlækur, því að
árið 1887 fóru ábúendur á Grímsstöðum til Ameríku, en
þeir, sem bjuggu á Leirlæk, fluttu sig til Grímsstaða strax
og sú jörð losnaði, og byggðist Leirlækur aldrei eftir það,
enda óhægari jörð en Grímsstaðir. Hafa þannig sex jarðir
farið í eyði á tímabilinu beint og óbeint vegna Ameríku-
ferða, þótt ein þeirra byggðist að nýju fyrir 1895.
Taka ber eftir því, að af þeim níu jörðum, sem lögðust í
eyði á tímabilinu 1885—95 og ekki byggðust aftur fyrir