Saga - 1972, Page 133
BYGGÐ I ÞISTILFIRÐI
131
1895, lögðust langflestar í eyði 1887, eða fimm alls, þar af
þrjár beint eða óbeint vegna Ameríkuferða, enda fer þetta
saman við mesta Ameríkuferðaárið úr Þistilfirði.
Ef talin eru öll þau býli, sem byggð lagðist niður á sök-
um Ameríkuferða, verða þau alls tólf, en af því leiddi sem
áður segir, að sex jarðir fóru í eyði.
Einnig kemur það fram með samanburði vesturfara-
heimildanna og manntalsbóka, að mikill fjöldi húsfólks
hefur farið vestur.
Af framangreindu yfirliti sést, að það eru Ameríku-
ferðir, sem eiga langstærstan þátt í samdrætti byggðar í
Þistilfirði 1885—95.
Ekki er sjáanlegt, að kauptúna- og þorpamyndun eigi
uokkurn þann þátt í samdrætti byggðar í Þistilfirði, sem
orð sé á gerandi, enda fóru þorpin, sem næst lágu, Raufar-
höfn og Þórshöfn, ekki að vaxa að neinu marki fyrr en
eftir aldamót, Raufarhöfn einkum með tilkomu síldariðn-
aðarins þar.
C. LokaorS.
Hér verður að lokum í örfáum orðum gerð grein fyrir
heildarþróun byggðar í Þistilfirði frá seinni hluta 17. ald-
ar til 1895.
Eftir harðindalítið árferði löngum á seinni hluta 17. ald-
ar eru líkur til, að byggðar jarðir hafi verið með fleira
móti kringum 1690, a. m. k. nokkru fleiri en lengi vel síðar.
Þeim hefur síðan fækkað í illærunum á síðustu árum eða
áratug aldarinnar, svo að 1703 voru þær 13. Bólan 1707—8
hefur ekki haft teljandi áhrif á fjölda byggðra jarða í
Þistilfirði. Fram til 1762 hafa breytingar verið tiltölulega
litlar að sjá, og harðindin 1751—58 hafa ekki haft nein
veruleg áhrif á fjölda byggðra jarða. Milli 1762 og 1783
hefur jörðum síðan fjölgað allverulega og eru líklega yfir
20 laust fyrir eða í upphafi móðuharðinda, enda var ár-
ferði tiltölulega áfallalítið til a. m. k. 1777. í móðuharðind-