Saga - 1972, Page 136
Bjöm Teitsson og Magnús Stefánsson:
Um rannsóknir á íslenzkri byggöarsögu
tímabilsins fyrir 1700
I. Inngangur.
Enn skortir mjög skipulegar rannsóknir á íslenzkri
byggðarsögu. Ymsir hafa þó látið í ljós skoðanir á megin-
dráttum í henni, og um leið hafa þeir reynt að gizka á,
hversu margir íbúar landsins hafi verið fyrr á tímum. Gildi
þeirra hugleiðinga verður að teljast takmarkað, þar eð
einungis mjög fáar byggðir, flestar mjög litlar, hafa verið
teknar til nákvæmrar athugunar. Ennfremur hefur efna-
hagslegum rannsóknum og útreikningum, sem byggzt hafa
á efni frá miðöldum, lítt verið sinnt fyrr en á seinustu
árum. Af þessu leiðir, að ekki verður sagt, að enn hafi
verið sýnt fram á, að víðtæk eyðibýlafjölgun hafi átt sér
stað á öllu landinu á neinu sérstöku tímabili. Hins vegar
hefur verið bent á, að á vissum svæðum eyddust allmargir
bæir um skeið, og verður síðar að því vikið.
1 þessari ritsmíð verður fyrst farið nokkrum orðum
um grundvallarhugtök og heimildir. Síðan verður reynt að
gera grein fyrir árangri af einstökum svæðisrannsóknum
og notkun mismunandi rannsóknaraðferða til þessa. Þá
er ætlunin að rekja skoðanir þeirra fræðimanna, sem eink-
um hafa reynt að mynda sér heildarhugmyndir um breyt-
ingar á fólksfjölda, efnahag og atvinnuháttum, og að lok-
um verður rætt sérstaklega um víðáttu byggðar á ýmsum
tímum, þar með fjölgun eyðibýla.
Segja má, að Þorsteinn Þorsteinsson sé eini fræðimað-
urinn, sem reynt hefur að flokka fslendinga fyrri alda eftir
stöðu í f jölskyldu og tegund búsetu, en hann vann úr mann-
talinu frá 1703. Samkvæmt niðurstöðum hans voru það ár