Saga - 1972, Page 137
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 135
á öllu landinu 5.915 bændabýli, 1.181 hjáleiga, 343 tómthús
(þurrabúóir), og svo voru 752 fjölskyldur í húsmennsku.
í heild voru f jölskylduheimilin 7.624, og að auki voru 567
eins manns heimili, eða alls 8.191 heimili. Á þessum tíma
var sjöundi hver maður niðursetningur eða flakkari, því
að þeir voru 7.183 á landinu. Mannfjöldinn í heild var
50.358 þetta ár.1
Elztu jarðirnar gengu undir nafninu lögbýli, en hjáleig-
ur voru síðar byggðar út frá þeim. Hjáleigubóndinn var á
þann hátt háður bóndanum á aðaljörðinni, lögbýlinu, að sá
síðarnefndi virðist yfirleitt hafa leigt honum, jafnvel þótt
aðalbóndinn væri iðulega sjálfur líka leiguliði. í reynd var
venjulega ekki mikill munur á þjóðfélagslegri stöðu hjá-
leigubænda og annarra leigjenda, átthagafjötrar þekktust
ekki, og kvaðir voru litlar nema helzt á eignarjörðum kon-
ungs í Gullbringu- og Kjósarsýslu eftir siðaskipti. Hjáleig-
ur virðast oftast hafa verið sjálfstæðar rekstrareiningar,
nema þær höfðu sameiginlega úthaga með aðaljörðinni, og
Þormóður Sveinsson hefur réttilega bent á, að tíund og
kirkjutollar voru goldnir af þeim með aðaljörðinni. Magnús
Már Lárusson hefur til viðbótar bent á, að hjáleigur gengu
kaupum og sölum með aðaljörðinni.2 Ennfremur er rétt
að geta þess hér, að í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns (t. d. VIII bls. 424, X bls. 68 og XI bls. 29—30)
er gert ráð fyrir því, að einungis á lögbýlum sé fyrirsvar,
þ. e. að séð sé um boðburð og förumannaflutninga. — Síðar
verður rætt um upphaf hjáleigubyggðarinnar og um leigu-
skilmála almennt.
Algengt var, að á sama lögbýli væru fleiri bændur en
einn (þá voru tvö eða fleiri bændabýli = eitt lögbýli), sem
yfirleitt höfðu sameiginlegt beitiland og jafnvel sameigin-
1 Manntalið 1703. Hagskýrslur Islands II, 21. Rvík 1960, bls. 18—23.
2 Sjá einkum: Þormóður Sveinsson: Bæjatalið í Auðunarmáldögum.
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1954, bls. 26; og Magnús Már
Lárusson: Husmand, Island. Kulturhistorisk leksikon for nordisk
middelalder (= KLNM) VII, dálkur 148.