Saga - 1972, Page 138
136 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
leg húsakynni. Um 1696 voru alls 4.029 jarðir (lögbýli)3
á Islandi, og sé sú tala borin saman við fjölda bændabýla
árið 1703, sem um var getið hér á undan (5.915), sést, að
næstum einn og hálfur bóndi (= bændabýli) hefur komið
á hvert lögbýli að meðaltali um 1700, og eru þá hjáleigu-
bændurnir ekki meðtaldir.
Tómthúsin (þurrabúðirnar) höfðu þá sérstöðu, að þeim
fylgdi ekki grasnyt. Athyglisvert er, að af skráðum þurra-
búðum 1703 var nálægt helmingur í tveimur hreppum á
utanverðu Snæfellsnesi. Þar risu upp fyrstu þorp (sjáv-
arþorp) á Islandi.4 Þurrabúðarfólkið lifði einvörðungu á
sjávarafla, en annars var kvikfjárrækt ætíð aðalatvinnu-
vegur þjóðarinnar. Svo virðist af töflu um atvinnuskipt-
ingu þjóðarinnar 1703 sem aðeins um 16% landsmanna
hafi þá lifað að verulegu leyti af sjávarafla, hins vegar
lifðu um 69% af landbúnaði einvörðungu, en 15% lifðu af
landbúnaði með stuðningi af fiskveiðum.5
II. Hevmildir og rannsóknaradferðir.
Völ er á margvíslegum heimildum um íslenzka byggðar-
sögu. Rituðu heimildirnar eru þekktastar, en einkum á síð-
ari árum hafa náttúrufræðilegar heimildir og rannsókn-
araðferðir unnið sér mjög drjúgan sess. Ennfremur eru
fornleifar og örnefni mikilvægar heimildir.
Fornritin hafa mismikið og umdeilt heimildargildi.
Landnámabók var til skamms tíma talin áreiðanleg, en á
síðustu árum hafa ýmsar sagnir hennar um uppruna ör-
nefna verið dregnar í efa. Vafalítið er þó, að við samningu
Landnámu hefur mjög verið stuðzt við alláreiðanlegar
ættarsagnir. — Margar af Islendingasögunum eru með
miklu skáldsögusniði, og þær sýna væntanlega oft réttari
3 Björn Lárusson: T’he Old Icelandic Land Registers. Lund 1967,
bls. 26.
4 Sbr. Magnús Már Lárusson: FróÖleiksþættir og sögubrot. [Rvik]
1967, bls. 99.
5 Manntalið 1703, bls. 17—18.