Saga - 1972, Page 139
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 137
toynd af samtíð höfundanna, 13. öldinni, heldur en 10.—11.
öld, sem þær eiga að hafa gerzt á. Aðalpersónur sagnanna
°S helztu atburðir hafa þó oftast nær átt sér stoð í raun-
veruleikanum.
Biskupasögurnar og Sturlunga voru hins vegar yfirleitt
ritaðar mjög skjótt eftir að atburðir þeir, sem í þeim er
lýst, áttu sér stað, svo að heimildargildi þeirra er tiltölu-
lega traust. Bæði í þessum sagnaflokkum, sem og í íslend-
ingasögum og Landnámu, er fjöldi bæja nefndur á nafn,
svo að hér er um mjög mikilvægar byggðarsöguheimildir
að ræða.
Annálaritun á Islandi hófst sennilega snemma á 12. öld,G
en í annálum er margt sagt um árferði, sóttir, eldgos o. fl.,
sem hefur þýðingu fyrir byggðarsögu.
Frá miðöldum er varðveitt mikið magn íslenzkra skjala,
en af þeim hafa t. d. máldagar, bréfabækur og einstök
jarðakaupabréf mikla þýðingu fyrir byggðarsöguna. Frá
lokum 16. aldar eru til jarðabækur (óprentaðar), sem taka
yfir mestan hluta kirkju- og konungsjarða, en fyrstu sam-
felldu íslenzku jarðabækurnar, sem ná til allra íslenzkra
jarðeigna, eru frá 1686 og 1695—8, og þær gaf Björn
Lárusson út í riti sínu The Old Icelandic Land Registers.
Fyrsta íslenzka jarðabókin, sem einnig gerir grein fyrir
hjáleigum og eyðibýlum, er Jarðabók Árna Magnússonar
°g Páls Vídalíns, upphaflega unnin 1702—14.6 7
Segja má, að hinar náttúrufræðilegu rannsóknaraðferð-
ir hafi á síðari árum varpað nýju ljósi á sögu íslendinga.
Á þessu sviði hefur Island sérstöðu vegna öskulagatíma-
talsfræðinnar, en hún er lykill að rannsóknum á uppblæstri
°g hefur mikla þýðingu við frjógreiningu. Á allra síðustu
árum vekur athygli rannsókn, sem verið er að gera á bor-
6 Sjá helzt: Magnús Már Lárusson 5 Hafísinn, Rvík 1969, bls. 307;
og Hermann Pálsson: Eftir þjóðveldið. Rvík 1965, bls. 50 og víðar.
7 Um jarðabækurnar sjá: Arnaldur Árnason: Islenzkar jarðabækur.
Óprentuð prófritgerð, Háskóla Islands 1966. Sjá ennfremur ópr.
skrá um ritaðar heimildir íslenzkrar byggðarsögu eftir Magnús
Stefánsson.