Saga - 1972, Blaðsíða 140
138 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
kjörnum úr Grænlandsjökli, en hún á að leiða í ljós ýmis-
legt um loftslag á fyrri öldum. Nú standa yfir hliðstæðar
rannsóknir á Vatnajökli.
III. SagnfræÖilegar svæðarannsóknir.
Árið 1954 birtist mjög athyglisverð tímaritsgrein eftir
Þormóð Sveinsson, þar sem hann tók fyrir máldaga úr tíð
Auðunar rauða Þorbergssonar Hólabiskups (1314—21)
og athugaði, hve margar jarðir guldu þá tolla til nokkurra
sóknarkirkna. Síðan taldi hann bæi í sömu sóknum eftir
yngri máldögum, sem reyndar eru varðveittir slitrótt, og
bar niðurstöðurnar saman við fjölda jarða um 1700.
Kirkjutollar voru goldnir af öllum lögbýlum, en ekki beint
af hjáleigum. Niðurstöður Þormóðs um byggð í sjö sóknum
í innanverðri Skagafjarðarsýslu eru þær, að 54 jarðir hafi
örugglega verið þar í byggð snemma á 14. öld, en um 1700
voru jarðir í byggð á sama svæði 52. Hann telur, að í heild
sé helzt svo að sjá, að byggðin þarna hafi dregizt nokkuð
saman á síðari hluta 15. aldar og um 1500 af einhverjum
ástæðum, en náð sér svo á ný. Víst er, að árið 1525 voru
ýmsar jarðir í Austurdal og öðrum mjög afskekktum sókn-
um á svæðinu í eyði, en þær höfðu verið í byggð á 14. öld
og byggðust á ný upp síðar á 16. öld. Kirkjan í Ábæ í Aust-
urdal lá niðri ca. 1460—1490 eða lengur. — Að auki voru
á þessu sama svæði í byggð um 30 hjáleigur árið 1713, en
óvíst er um fjölda þeirra áður. Varðandi hjáleigubyggðina
segir Þormóður annars, að hluti Svartárdals, þar sem síðar
voru þrjár hjáleigur, hafi verið alveg í eyði 1542.8
Þá virðist Þormóður telja, á grundvelli svipaðra aðferða,
að einhver samdráttur byggðar hafi einnig átt sér stað á
sama tíma í tveimur sóknum í Húnavatnssýslu.9
Árið 1969 birtist ritgerð eftir Ögmund Helgason um
byggð á Hryggjadal og Víðidal, uppi í fjöllunum vestan
8 Þormóður Sveinsson 1954, bls. 28—45, einkum þó bls. 32, 36 og
42—4.
9 Sama rit, bls. 46—7.