Saga - 1972, Page 141
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 139
Skagaf jarðar. Á hinu umrædda svæði eru þekkt alls 14—15
svokölluð bæjanöfn, og samkvæmt þjóðtrúnni eiga bæir
þessir að hafa farið í eyði í Svartadauða, en sennilega vís-
ar sú trú til plágunnar miklu 1402—04.
Ögmundur bendir á, að skjal frá 1295 nefnir eitt býli í
byggð á þessu svæði, og er það elzta rituð heimild um byggð
þarna. 1 skjali frá 1446 eru nefndir þarna tveir bæir 1 eyði
°g einn í byggð, og 1525 virðist engin byggð hafa verið
þarna. Árið 1553 var einn bær kominn í byggð á ný og
stóð til frambúðar. Um 1670 byggðust þarna upp tvö býli
í viðbót, en aðeins til skamms tíma, og voru þá þrjú þar
alls í byggð í nokkur ár. Niðurstöður Ögmundar Helgason-
ar eru þær, að byggðarsaga þessa svæðis framan af sé
óljós, en einhver byggð hafi líklega verið þar allt til 15.
aldar; hann gizkar helzt á algjöra eyðingu í plágunni síð-
ari ca. 1495, en einhverja eyðingu fyrr á 15. öld. Síðan á
16. öld hefur lengst af verið eitt býli í byggð þarna. Nokkra
furðu vekur, að forn grafreitur var í byggðinni.10
Athyglisvert er, að Þormóður Sveinsson og Ögmundur
Helgason komust að nokkurn veginn sömu niðurstöðum,
sem benda til nokkurrar eyðingar býla í afskekktum
fjallabyggðum seint á 15. öld. Óvíst er, hvort eyðing hefur
gerzt víðar í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum eða
jafnvel víða í landinu og um það verður ekki sagt, fyrr
en gerðar hafa verið fleiri svæðarannsóknir, sem styðj-
ist við allar nothæfar heimildir. Bent skal á, að rann-
sókn Þormóðs var aðeins byggð á fjórum bezt varðveittu
ftiáldagasöfnunum úr Hólabiskupsdæmi, en ekki var höfð
hliðsjón af einstökum máldögum eða öðrum heimildum,
sem þó skipta máli eða geta gert það. E. t. v. verður síðar
Unnt að komast að frekari niðurstöðum um byggðarþró-
Unina á grundvelli fornleifarannsókna og öskulagatíma-
lalsfræði.
10 Ögmundur Helgason: Bæjanöfn og byggð á Hryggjadal og VSSi-
dal, Skagafjarðarsýslu. Saga VII (1969), bls. 196—220.