Saga - 1972, Síða 142
140 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
Hæpið er, að umrædd tilhneiging- til að leggja niður byggð
hafi beinlínis stafað af plágunni miklu 1402—04, enda þótt
Þormóður geri ráð fyrir eyðingu í bili eftir hana. Hins veg-
ar er svo að sjá sem eyðingin hafi hafizt fyrir pláguna
síðari ca. 1495, en sú plága hafi flýtt fyrir þeirri eyðibýla-
fjölgun, sem þá þegar var komin til sögunnar.
Kristinn Kristmundsson hefur ritað um byggð í Sléttu-
hreppi í Norður-lsafjarðarsýslu. Þessi byggð nyrzt á
Vestfjörðum var yfirleitt talin harðbýl, og getur því naum-
ast talizt hentugt dæmi um sögu heils landshluta, hvað þá
Islands alls. En Kristinn bendir á, að þarna var aðeins
goldin tíund af 14 bæjum árið 1286, en frá 22 bæjum 1397.
I sveitinni voru 19 bæir 1681, en 1703 voru þar 21 lögbýli
og fjórar hjáleigur, bændur alls 38. Athyglisvert er, að
1735 voru aðeins 13 bæir í byggð þarna, en síðar voru þeir
yfirleitt um eða yfir 20.11
Á svipaðan hátt gerir Eiríkur Þormóðsson Svalbarðs-
hreppi í Norður-Þingeyjarsýslu nú skil í ritgerð í Sögu. Sá
hreppur hefur einnig verið talinn harðbýll. Eiríkur bendir
á, að í lok 14. aldar (ca. 1394) voru a. m. k. 13 bæir í byggð
í hreppnum. Þá sýnir hann fram á, að jarðir í byggð þarna
voru öllu fleiri á seinni hluta 17. aldar en þær voru lengi
síðan. Munu þær hafa verið um eða yfir 20 um 1690.12
Athyglisvert er, að heimildir virðast ekkert hafa að
segja um byggðarþróun í Sléttuhreppi og Svalbarðshreppi
á 15.—16. öld. Hvort byggð hefur þá að miklu leyti legið
niðri í þessum útkjálkasveitum verður ekki fullyrt að svo
stöddu.
Rétt þykir að benda á, að þær fjórar ritsmíðar, sem nú
hefur verið vitnað til, veita ekki ástæðu til að ætla, að lög-
býlum hafi í heild fækkað svo að neinu verulegu nemi frá
14. öld til ca. 1700 (þrátt fyrir tímabundnar sveiflur innan
II Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason: Sléttuhreppur,
fyrrum ACcilvíkursveit. ByggO og búendur. [Rvík] 1971, bls. 9
og 391.
12 Eiríkur Þormóðsson: Byggð i Þistilfirði, bls. 108 hér framar.