Saga - 1972, Page 143
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 141
marka þess tímabils), og er þó ekki ólíklegt, að hjáleigum
hafi fjölgað í landinu á þessu skeiði. Því miður eru um-
ræddar svæðarannsóknir ekki nógu víðtækar enn sem kom-
ið er til að draga megi af niðurstöðum þeirra yfirgrips-
miklar eða öruggar ályktanir um þetta efni. Til þessa
hafa aðallega verið athugaðar afskekktar byggðir, sem
naumast sýna rétta mynd af byggðarþróuninni í heild.
IV. NiðurstöSur fornleifarannsókna.
Hér verða aðeins nefnd fáein dæmi um þær ályktanir,
sem dregnar hafa verið af fundum íslenzkra fornleifa og
skipta máli fyrir byggðarsöguna.
Sumir landnámsmanna munu hafa reist bæi sína þar, sem
síðar reyndist lítt byggilegt (sjá bls. 172—3), jafnvel á
heiðum uppi. Á öxnadalsheiði milli Skagafjarðar og Eyja-
fjarðar virðast hafa fundizt tvö kuml úr heiðni, og gæti
hafa risið þar bær snemma og líklega þá eyðzt skjótt.13
Einnig eru finnanleg ýmis dæmi um flutning bæja innan
sveitar, ef svo má segja, vegna spjalla af náttúrunnar
hálfu eða vegna óhagstæðra landslagsskilyrða, og hefur
slíkt stundum gerzt mjög snemma.14 Fullvíst er eitt
dæmi um bæ í Þjórsárdal, sem varla hefur verið í byggð
nema 10—25 ár, en það sést af þunnleika gólfskána og
fasð forngripa; bærinn var að líkindum í byggð á 11. öld.15
I tilvikum af þessu tæi hefur yfirleitt alla tíð síðan verið
telið um eyðibýli að ræða á þessum stöðum.
Umfangsmestu fornleifarannsóknir á Islandi til þessa
tounu hafa verið uppgröfturinn í Þjórsárdal og víðar sum-
arið 1939, en auk íslenzkra fornleifafræðinga tóku þátt í
því verki vísindamenn frá Danmörku, Finnlandi og Sví-
!3 Sjá Kristján Eldjárn: Kuml úr heiðnum sið, fundin á síðustu ár-
um. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1965, bls. 18.
14 Sjá t. d. Björn Sigfússon: Skriðan varð grafreitur. Saga II (1954
—8), bls. 256—63; og Jón Jóhannesson: Islendinga saga I. [Rvík]
1956, bls. 47—8.
15 Kristján Eldjárn: Bær í Gjáskógum i Þjórsárdal. Árbók Hins ís-
lenzka fornleifafélags 1961, bls. 43.