Saga - 1972, Side 144
142 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
þjóð. Árið 1939 og lengur töldu flestir að Þjórsárdalur
hefði lagzt í auðn við Heklugos árið 1300, og húsin voru
þá talin frá þeim tíma.16 Þessi tímasetning mætti skjótt
andstöðu, fyrst frá Ólafi Lárussyni strax 1940, síðar frá
öðrum, og nú þykir fullsannað, einkum á grundvelli ösku-
lagarannsókna í sambandi við uppgröft bæjarins í Gjá-
skógum 1949, að Þjórsárdalur hafi eyðzt í Heklugosinu
1104 (sjá bls. 150). óvíst er, hve margir bæir voru í Þjórs-
árdal við upphaf gossins. Vitað er um h. u. b. 20 rústir í
dalnum, en svo margir bæir hafa varla nokkurn tíma ver-
ið þar í byggð í senn. A. m. k. einn þessara bæja var kom-
inn í eyði fyrir 1104. Nú þykir líklegt, að við gosið hafi
eyðzt þar allt að 11 bæir.17 Við rannsóknirnar 1939 voru
margar bæjarústir grafnar upp og einnig kirkjugarðurinn
á Skeljastöðum, þar sem sóknarkirkjan í dalnum hefur
væntanlega staðið.
Ýmislegt athyglisvert kom í ljós, þegar Kristján Eld-
járn kannaði rústir eftir byggð á Hrunamannaafrétti, sem
einnig eyddist í Heklugosinu 1104. M. a. var grafinn upp
bærinn á Þórarinsstöðum. Kristján hafnar alveg sögnum
úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um 14
býli þarna, sem áttu að hafa lagzt í eyði í plágunni
miklu (sjá bls. 158—60). Hins vegar telur Kristján koma
til greina, að bæirnir hafi verið fimm, og fjórir séu ör-
uggir. Byggðin mun hafa verið skammæ (11. öld?) og
16 Um þetta og uppgröftinn sjá Forntida gárdar i Island. Meddel-
anden frán den nordiska arkeologiska undersökningen i Island
sommaren 1939. Redaktion Márten Stenberger. Köbenhavn 1943;
Sigurður Þórarinsson: Tefrokronologiska studier pá Island. Geo-
grafiska annaler XXVI, Stockholm 1944; og loks er nýjasta grein-
argerð um öskulagarannsóknir: Sigurður Þórarinsson: Tephro-
chronology and Medieval Iceland, i Scientifie Methods in Medie-
val Archeology. Útg. af Rainer Berger. University of California
Press, Berkeley 1970, bls. 295—328.
17 Ólafur Lárusson: Byggð og saga. Rvik 1944, bls. 59—83; Jón Jó-
hannesson 1956, bls. 47 og 401—06; Gísli Gestsson og Jóhann
Briem í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1954, bls. 5—22; og Sig-
urður Þórarinsson: Heklueldar. Rvik 1969, bls. 35—7 og 49—50.