Saga - 1972, Side 148
146 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
þorskurinn sæki í auknum mæli til Islands til hrygning-
ar.30 tjt frá þessu mætti kannski spyrja, hvort aukning
fiskigengdar við Island á 14.—15. öld sé líkleg til að stafa
af lækkun sjávarhita?
Afleiðingar af lækkun hitastigs gera jafnan skjótt vart
við sig í íslenzkum landbúnaði. Talið hefur verið, að munur
á heyuppskeru nemi um 10 heyhestum á hektara við einnar
gráðu breytingu á meðalárshita.31 Páll Bergþórsson hefur
skýlaust sýnt fram á, að meðallofthiti á Islandi er lægstur
sömu ár og ísmánuðir við landið eru flestir. Út frá heim-
ildum um hafís og lofthita bjó hann til línurit um sveifl-
ur hitastigs á tímabilinu 930—1960 eða svo. Hann telur
hafa verið um allreglubundnar sveiflur að ræða, og eftir
1590 virðist hann gera ráð fyrir mestum kulda um 1620,
1695, 1755, 1800 og 1880. Páll álítur samt sem áður, að
í heild megi telja, að nær óslitið kulda- og hafístímabil hafi
staðið yfir frá síðari hluta 12. aldar og allt fram á 20.
öld.32 Ýmsir fleiri hafa að mestu verið á sömu skoðun.
Rökstuðningur Páls fyrir þessu er mjög athyglisverður,
en galli er, að ritaðar heimildir, sem hann notar, eru mjög
slitróttar bæði að því er varðar 15.—16. öld og tímabilið
fyrir 1200.
Á allra síðustu árum hefur verið reynt að nálgast sögu
loftslagsbreytinga með því að rannsaka borkjarna úr
Grænlandsjökli, og hefur verið ritað um árangurinn í tíma-
ritin Nature og Grönland. Ef þessar rannsóknir heppn-
ast vel, verður þar um að ræða einhverja mestu landvinn-
inga, sem vitað er um frá síðari áratugum á sviði lofts-
lagssögunnar. Væntanlega verður þá unnt að draga upp
miklu nákvæmari mynd af þróun loftslagsins en áður hef-
ur þótt tiltækilegt. Aðferðin er byggð á þeirri náttúru-
fræðilegu staðreynd, að „concentration of heavy stable
isotopes (deuterium and oxygen-18) in high polar snow
30 Jón Jónsson í Hafísnum, bls. 494—5.
31 Sturla Friðriksson í Hafísnum, bls. 526—7.
32 Páll Bergþórsson í Hafísnum, bls. 336—44.