Saga - 1972, Qupperneq 149
UM RANNSÓKNIR A ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 147
increases with the temperature of formation of the
snow“.33 Boruð var 1400 metra djúp hola niður í gegn um
nieginís Norður-Grænlands, og umrædd aðferð virðist gera
kleift að telja árlögin í ísnum og ákveða meðalhita áranna.
M. a. fundust merki um sveiflur með lengd að meðaltali
78 ár og 181 ár. Línurit með greininni virðist gera ráð
íyrir mestum kulda (lægð sveiflu) á síðustu 800 árum:
laust fyrir 1200, ca. 1270, 1350, 1410, 1500, 1600 (?), 1680,
1720, 1780(?), 1820 og 1890.
Þessi fyrsta borun í jökul með umræddri aðferð var
framkvæmd svo langt frá íslandi, að óvíst er, hve mikið
gildi niðurstöðurnar hafa fyrir sögu íslenzks veðurfars.
Þó verður að telja líklegt, samkvæmt öðrum rannsóknum,
að jöklabreytingar á Islandi og Grænlandi fylgist yfirleitt
að miklu leyti að.3't En þessar rannsóknir eru enn á byrj-
Unarstigi. Að svo stöddu er erfitt fyrir sagnfræðinga að
Uieta gildi þeirra, og af línuritinu í Nature er e. t. v. heldur
snemmt að draga ályktanir. Athyglisvert hlýtur þó að telj-
&st, að það kemur ekki illa heim og saman við áðumefnt
línurit Páls Bergþórssonar, þegar litið er á síðustu 400
ár, enda þótt aðferðirnar hafi ekki neinn sameiginlegan
þátt. Reyndar er helzt svo að sjá, að sveiflurnar nái mestu
dýpt og hæð 20—30 árum fyrr í jökullögum Norður-Græn-
lands en í íslenzku veðurfari. Þetta er býsna áberandi á
túnabilinu ca. 1600—1850, en aldur kjarnans er þó óviss
(skekkja +-h 10—20 ár?).
Sumar náttúrufræðilegar rannsóknaraðferðir geta sagt
aitthvað til um víðáttu gróðurlendis á mismunandi tímum.
Hér koma einkum til greina frjógreining og rannsóknir á
fokjarðvegi.
^3 Lausleg þýöing: „Hlutfallslegt magn þungra, staðfastra ísótópa
(tvivetnis og súrefnis-18) í gaddjöklum eykst meS hækkandi hita-
stigi við myndun snævarins." Johnsen, S. J., W. Dansgaard, H. B.
Clausen, C. C. Langway: Climatic Oscillations 1200—2000 AD.
Nature, Vol. 227, No. 5257, August 1, 1970, bls. 482—3; sbr. einnig
tímaritið Grönland 1970, bls. 163 o. áfr.
Sigurður Þórarinsson I Hafísnum, bls. 367.