Saga - 1972, Page 152
150 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
hefur uppblásturinn löngum orðið byggðinni þungur í
skauti.
Þá þykir rétt að víkja að áhrifum nokkurra eldgosa á
byggðarsöguna á fyrri öldum. Öskulagatímatalsfræðin hef-
ur orðið til ómetanlegrar hjálpar til að skýra umfang þess-
ara náttúruhamfara.
Flestir annálar telja fyrsta Heklugos á sögulegum tíma
hafa orðið árið 1104, og nú er talið, að þetta gos hafi var-
anlega eytt byggð bæði í Þjórsárdal og á Hrunamanna-
afrétti (sjá bls. 142—3). Sigurður Þórarinsson telur nú,
að þetta sprengigos hafi verið mest allra Heklugosa síðan
land byggðist, og askan dreifðist mest til norðurs. Sig-
urður gizkar á, að magn nýfallinnar ösku hafi verið um
2.5 km3, enda hafi aldrei eftir landnámsöld jafn mikil gos-
möl dreifzt yfir landið við eitt gos. Alls lögðust allt að
15—20 bæir varanlega í eyði við gosið. Talsverðir skaðar
hljóta einnig að hafa orðið af öskufallinu í Austur-Húna-
vatnssýslu.41
Hekla átti eftir að láta miklu oftar að sér kveða. Mjög
mikið gos varð í henni árið 1300, þá rann líklega hraun
yfir einn bæ, og öskufall olli svo miklu tjóni í Skagafirði,
að þar varð hungursneyð veturinn eftir. Þá eru líkur til,
að hraun hafi runnið yfir 3—4 bæi í gosi 1389, og í gosi
1693 varð svo mikið tjón af öskufalli á Suðurlandi, að átta
jarðir fóru í eyði, en byggðust þó flestar upp síðar. Líkur
benda til þess, að svipuð eyðing hafi áður átt sér stað á
Suðurlandi í gosi árið 1341.42
Mesta öskugos á Islandi á sögulegum tíma kom þó ekki
úr Heklu, heldur úr Öræfajökli. Um þetta gos og afleiðing-
ar þess verður hér fylgt frásögn Sigurðar Þórarinssonar,
sem hefur ritað bók um þessa atburði.
Gosið hófst líklega um miðjan júní 1362 með sprengi-
gosi, sem væntanlega hefur ekki átt sinn líka í Evrópu síð-
an. Yikurlagið má enn finna á ca. 38.000 km2 lands eða
41 Sjá einkum SigurSur Þórarinsson 1968, bls. 30—39.
42 Sama rit, bls. 51—4, 72 og 100.