Saga - 1972, Side 154
152 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
einu fóru 315 jarðir í eyði að sögn.44 Ekki er útilokað, að
eldgos fyrri alda hafi stundum á svipaðan hátt grandað
fólki og fénaði, þótt í minna mæli væri en í Móðuharðind-
unum. Sigurður Þórarinsson hefur bent á, að öskulög sýna,
að sennilega hafa orðið tvö öflug öskugos seint á 15. öld,
annað e. t. v. í Kverkfjöllum, hitt í Kötlu, og hafa vænt-
anlega bæði valdið miklum skaða. Einar Ól. Sveinsson hef-
ur sýnt fram á, að bærinn Dynskógar á Mýrdalssandi lagð-
ist einmitt í eyði um 1480.4 5
VI. Bæjanafnarannsóknir.
Fáir hafa til þessa tekizt á hendur að rannsaka nákvæm-
lega íslenzk bæjanöfn. Bezta yfirlit um þau er ritgerð
Finns Jónssonar, Bæjanöfn á íslandi, í Safni til sögu ls-
lands, IV. bindi. Sá, sem helzt hefur unnið úr þessu efni
og birt rannsóknir sínar, er ólafur Lárusson.
Bæjanöfn geta án efa stundum veitt vitneskju um ald-
ursröð bæja innbyrðis og jafnvel sagt til um aldur byggð-
ar. Yfirleitt er erfiðast að aldursgreina hrein náttúrunöfn.
Ólafur Lárusson taldi, að íslenzk bæjanöfn væru ekki færri
en ca. 7870,46 eða fleiri en byggð ból á síðari öldum (lög-
býli og hjáleigur) eru (sjá bls. 135—6). Nöfn þurrabúða
(tómthúsa) eru þá ekki meðtalin.47
ólafur skipti íslenzkum bæjanöfnum í tvo aðalflokka:
a) Nöfn, sem lúta að byggð landsins eða notkun, samsetn-
ingarliðir eru m. a. -staöir, -land, -kot, -geröi, -sél; alls um
3800 nöfn. — b) Náttúrunöfn, ósamsett eða samsett með
-baklci, -hóll, -holt, -tunga o. fl. samsetningarliðum; alls
um 4000 nöfn.
Svo athugaði hann landfræðilega dreifingu ýmissa sam-
44 Þorkell Jóhannesson: Saga Islendinga VII. Rvík 1950, bls. 279—
80; og ManntaliÖ 1703, bls. 8.
45 Sigurður Þórarinsson 1958, bls. 50—56; sami 1968, bls. 61—2; Einar
Ól. Sveinsson: Byggð á Mýrdalssandi. Skírnir 1947, bls. 206—07.
46 Ólafur Lárusson: Gárdnavne, Island. KLNM V, d. 642.
47 Sami 1944, bls. 41—50.