Saga - 1972, Side 155
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 153
setningarliða úr fyrri flokknum, og kom í ljós, að nöfn
nieð endingunum -bær og -staðir eru tiltölulega jafnt dreifð
um allt landið, en hins vegar eru nöfn með endingunum
-búð, -gerði, hús, -kot, -land og -sel mjög misalgeng eftir
landshlutum.47 Það er skoðun Ólafs, að bæir með nöfn lút-
andi að byggð, sem væri misskipt um landið, væru flestir
yngri en hinir, sem bera nöfn með jafnari dreifingu. Því
væru bæir með nafnaendingunum -búð, -kot, -gerði, -hús,
-sel yfirleitt yngri en þeir sem bæru nafnendingarnar -bær
og -staðir, og tilheyrðu flestir öðru stigi í byggingarsögu
landsins. Mörg fyrrgreindu nöfnin benda í sjálfum sér
til þess, að þar hafi áður verið landsafnot frá öðrum bæ,
sem yfirleitt'hlýtur að vera eldri.47
Sérstöðu í þessum efnum hafa þó einkum endingarnar
-kot (og -hjáleiga). Alls enda um 10% íslenzkra bæjanafna
á -kot, ekkert þeirra er nefnt í fomritunum, og þau koma
fyrst við sögu á 14. öld, þó mjög sjaldan. Fræðilega séð
gætu þessi nöfn auðvitað verið eldri, en heimildir benda
hér allar í eina átt. Margir þessara bæja höfðu áður borið
annað nafn, sem oft samsvaraði fyrri lið hins nýja -kot-
nafns. Breytingin varð a. m. k. stundum á milli 1400 og
1550. Þessar nafnabreytingar hafa að áliti Ólafs Lárus-
sonar í ýmsum tilfellum stafað af því, að umrædd býli
lögðust í eyði um skeið, fengu þá -/íof-nafnið, en voru síðan
tekin í byggð á ný og þá oft sem afbýli eða hjáleigur og
héldu -fcoí-nafninu frá eyðitímanum. Þormóður Sveins-
son hefur komizt að sömu niðurstöðu varðandi tvo bæi í
Skagafirði, er nú nefnast Kot.48
Bent skal á í þessu sambandi, að orðið kot er í nútíma-
íslenzku notað ósamsett um lítið býli, sem oftast hefur
áður verið hjáleiga, og merking orðsins er oft dálítið niðr-
andi. Einnig er þetta sama orð notað um rústir af býlum,
beitarhúsum og þess háttar, segir Ólafur Lárusson.
Kenning Ólafs um að -fcoí-nöfnin geti bent til eyðibýla-
48 Sama rit, bls. 51—5; og Þormóður Sveinsson 1954, bls. 40—42.