Saga - 1972, Síða 156
154 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
skeiðs á 15. öld og/eða í upphafi 16. aldar er merkileg, en
málið allt þarfnast nánari athugunar.
Ölafur Lárusson benti á, að nöfn kirkjustaða geta sagt
sína sögu um þróun byggðar og þjóðfélags, því að kirkjur
voru væntanlega helzt reistar af ríkustu bændum á stærstu
jörðum, án efa oft landnámsjörðum. Þetta er í samræmi
við niðurstöður annarra norrænna fræðimanna.49 Víst
er, að kirkjur voru sjaldan fluttar til, m. a. vegna laga-
ákvæða um að þá skyldi flytja beinin úr kirkjugarðinum
líka. Ólafur taldi, að vitað væri um 384 bæi, þar sem gera
mætti ráð fyrir að staðið hefði alkirkja fyrir 1400. Og
hann segir, að einungis 36 þessara kirkjustaða beri nöfn
með endingunni -staðir, eða 3% af þeim 1165 bæjum, sem
hafa nöfn með þessari endingu. Og ennfremur segir hann:
af alls
174 -öær-nöfnum voru 15 kirkjustaðir
229 -dalr — — 20 —
263 -nes — — 20 —
209 -holt — — 22 —
152 -fell — — 20 —
24 -hof — — 9 —
80 -eyri — — 10 —
Hins vegar segir hann, að af 335 nöfnum, sem enda á -gerði,
sé aðeins einn kirkjustaður, og ennfremur endi ca. 1450
nöfn á -kot, -sel, -hús, -búð eða -tún, og meðal þeirra sé
enginn kirkjustaður.49
Magnus Olsen hafði áður bent á, að bæir flestra fræg-
ustu landnámsmannanna voru venjulega ekki kenndir við
þá, heldur fengu önnur nöfn, t. d. náttúrunöfn.50 Tafla
Ólafs Lárussonar bendir í svipaða átt, og víst er um það,
að auk samsettu náttúrunafnanna, sem hann telur upp,
49 Ólafur Lárusson: Gárdnavne, Island. KLNM V, d. 642—5. Sjá einn-
ig Magnus Olsen: Ættegárd og helligdom. Oslo 1926.
50 Magnus Olsen 1926, bls. 69—76.