Saga - 1972, Blaðsíða 157
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 155
bera margir kirkjustaðir ósamsett náttúrunöfn, svo sem
Hólar, Nes, Holt, Ás.
Bæjanafnarannsóknir Ólafs Lárussonar virðast í heild
benda til ákveðinnar lagskiptingar íslenzkra bæjanafna
eftir aldri. Svo er að sjá sem aldursflokkarnir séu einkum
þrír:
a) Elzt virðast vera ýmis náttúrunöfn (ósamsett og sam-
sett með t. d. -eyri, -fell, -holt, -nes) + nöfn sem
enda á -bær. Athuga skal þó, að flestir þessir sam-
setningarliðir voru notaðir lengi síðan við nafnamynd-
anir. — Bersýnilegt er, að kirkjur voru einkum reistar
á jörðum, sem bera nöfn af þessu tæi.
b) Nöfn með endingunni -staöir eru e. t. v. nokkru yngri
og a. m. k. bera þau líklega vott um lægri stöðu innan
þjóðfélagsins.
c) Yngri eru væntanlega nöfn, sem enda á -búð, -gerSi,
-hús, -kot, -sel, -tún.
Áður var fram komið, að endingum bæjanafna, sem lúta
að byggð, er í mörgum tilvikum mjög misskipt um landið
eftir héruðum. Þetta, ásamt hinni sérkennilegu dreifingu
nafna á kirkjustöðum eftir nafnaendingum og nafnateg-
undum, virðist endurspegla ákveðna tímabilaskiptingu í
byggðarsögunni.
Árið 1969 var Örnefnastofnun komið á fót í Reykjavík.
Porstöðumaður hennar er Þórhallur Vilmundarson, sem
nú hefur birt niðurstöður af nýjustu rannsóknum sínum
í KLNM XVI, d. 578—84 (-stad).
K//. Mannfjöldarannsóknir.
Ýmsir fræðimenn hafa fyrr og síðar velt fyrir sér, hver
verið hafi mannfjöldi á Islandi á fyrri tímum, og niður-
stöður þeirra orðið mjög mismunandi. Hér verður ekki far-
ið ýtarlega út í vandamálið um fjölda landsmanna í lok
landnámsaldar. Þó skal bent á, að Björn M. Ólsen gizkaði
fyrir mörgum áratugum á, að þá hefðu landsmenn varla