Saga - 1972, Qupperneq 158
156 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
verið miklu færri en 60 þúsund. Síðar taldi ólafur Láras-
son, að 30—35 þúsund væri hámark.51 Árið 1966 áleit
Björn Þorsteinsson hins vegar, að varla hefðu komið yfir
100 manns til jafnaðar á ári á landnámsöld, og fólksfjöldi
í landinu hefði þannig tæpast verið mikið yfir 10.000 um
930. Annars tók hann fram, að ógerlegt væri að gizka á
tölu innflytjenda, nema að þeir hafi skipt nokkrum þús-
undum, og þykir full ástæða til að taka hér undir þau orð.
Heimildir eru, þegar á allt er litið, fjarri því að hrökkva
til raunhæfra ágizkana varðandi þetta efni, og sú skoðun
er í fullu samræmi við álit Jóns Jóhannessonar.52
í Islendingabók Ara Þorgilssonar, 10. kap., kemur fram,
að fjöldi þeirra bænda, er átti nálægt lokum 11. aldar að
gegna þingfararkaupi á öllu Islandi var 38 hundruð. óvíst
er, hvort Ari notaði orðið hundrað hér í merkinguimi 100
eða 120, og hafa staðið um það talsverðar deilur. Einnig
er óvíst, hve mikill hluti bænda galt þingfararkaup. Að
auki er stærð heimila um þetta leyti óþekkt. Þar af leið-
andi er á allan hátt erfitt að nota þessa heimild sem grund-
völl undir mannfjöldaútreikninga. —
Tilraunir Jóns Steffensens til að reikna út fjölda heim-
ilisfólks eftir stærð íveruhúsa frá söguöld eru reistar á
hæpnum forsendum.53
Frá 13. öld eru varðveittar heimildir um tygilsstyrk
og tíundargreiðslur, sem e. t. v. geta gefið bendingar um
fjölda bæja þá. Magnús Már Lárusson hefur út frá þessum
heimildum hallazt að því, að tíundarstuðull í Skálholtsbisk-
upsdæmi árið 1232 hafi verið 115.200 hundruð,54 og tí-
51 Björn M. Ólsen í Safni til sögu íslands IV, bls. 358; og Ól. Lárus-
son 1936, bls. 124.
52 Björn Þorsteinsson: Ný íslandssaga. Rvík 1966, bls. 62; sjá og
Jón Jóhannesson 1956, bls. 49.
53 Sjá Jón Steffensen: Islands folkemængde gennem tiderne. Medi-
cinsk FORVM 1963, bls. 144—6; og sami: Population, Island.
KLNM XIII, d. 392.
54 Um þessa verðeiningu, sjá Magnús Már Lárusson: Hundrað
KLNM VII, d. 83—7.