Saga - 1972, Qupperneq 159
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 157
undargreiðsla þar 1289 virðist gefa örlítið lægri stuðul.55
Sé farið út í þá dirfsku að reyna að reikna þetta dæmi
lengra, mætti kannski gera ráð fyrir, að helmingur hafi
verið lausafjártíund,56 og þá verður eftir jarðartíund úr
öllu Skálholtsbiskupsdæmi af tæplega 3000 jörðum, ef
hver er reiknuð á 20 hundruð að meðaltali.57 En þetta er
auðvitað ósvikin tilgáta, og hér verður ekki lagt út í að
uota þessa tölu sem grundvöll undir mannfjöldaútreikn-
inga.
Prá árinu 1311 er til skattbændatal, sem raunar er í
tveimur gerðum, prentað í Diplomatarium Islandicum, II.,
IV. og XII. bindi. Flestallir fræðimenn eru sammála um,
að þar séu notuð stór hundruð (= 120), og hafa skatt-
bændur á öllu landinu þetta ár þá verið 3812.58 Saman-
burður á þessu skattbændatali við fjölda þingfararkaups-
bænda hjá Ara væri framkvæmanlegur, ef ekki ríkti svo
mikil óvissa um skilning á ummælum Ara. Þar við bætist
óvissa um heimilisstærð og þróun eignarhalds á jörðum
á 12.—13. öld.
Hér þykir rétt að geta þess, að í Kulturhistorisk leksikon
undir yfirskriftinni Population fjallaði Jón Steffensen ný-
lega um þróun mannf jölda á íslandi á miðöldum. Þar segir
hann m. a.: „Hist. set er det mest sandsynligt, at p. s
Uiaksimum pá Isl. i middelalderen blev náet omkr. ár 1200,
hvor den sandsynligvis har nærmet sig 80000. I 1200-
tallet har p. stort set været stationær, men stærkt flukt-
Uerende; det samme gælder 1300-tallet, dog med faldende
55 Sami: Um tygilsstyrkinn í íslenzkum heimildum. Saga III (1961),
bls. 281—4.
56 Sjá um þetta: sama rit bls. 282; einnig sami: HundraB. KLNM
VII, d. 86; og Björn Þorsteinsson 1966, bls. 119.
5? Þ. e. meðaljörö, sbr. Björn Lárusson í Economy and History, Vol.
IV, Lund 1961, bls. 55.
58 Björn Þorsteinsson: Islenzka skattlandið. Fyrri hluti, Rvík 1956,
bls. 131—2; Ól. Lárusson 1936, bls. 128; og Magnús M. Lárusson:
Hreppr. KLNM VII, d. 22.