Saga - 1972, Side 160
158 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
tendens“.59 Niðurstöður af þessu tæi hefði þurft að rök-
styðja eitthvað, og óhætt er að draga ákveðið í efa, að
leyfilegt sé að álykta á þennan hátt út frá þeim heimildum,
sem kunnar eru.
1 bókinni Hafísinn birti Sturla Friðriksson nákvæmt
línurit, m. a. um breytingar á mannfjölda á íslandi eftir
ca. 1000, og virðist hann þar aðhyllast sömu skoðanir og
Jón Steffensen.60 Þetta línurit verður einnig að teljast
tilgátan ein, án sagnfræðilegs gildis, en hér er ekki rúm
til að ræða þetta mál frekar.
Ýmsar sóttir komu til Islands á síðmiðöldum, þó að
Svartidauðinn um 1350 kæmi þangað ekki. Bólusóttar er
getið um 1240, 1310, 1347, 1380, 1431, 1472, 1511 (og
síðar).61 En þjóðtrúin og margir fræðimenn hafa talið,
að mannskæðasta pest á Islandi á síðmiðöldum hafi verið
'plágan mikla, sem gekk 1402—04. Fyrri tíma sagnaritarar
töldu að allt að % hlutar þjóðarinnar hefðu þá látizt. Þor-
kell Jóhannesson ritaði um þetta vandamál 1928. Hann
taldi, að í heild stafaði ekki mjög mikið af svokölluðum
eyðibýlum frá þessari plágu, eins og þjóðtrúin vildi vera
láta, því að landið hafi verið búið að ná sér að mestu aftur
um 1460.62
Ólafur Lárusson velti einnig fyrir sér afleiðingum plág-
unnar og komst í stórum dráttum að svipuðum niðurstöð-
um og Þorkell.63 Þeir benda á, að landskuld af jörðum
59 Lausleg þýðing: „Út frá sagnfræðilegu sjónarmiði er sennileg-
ast, að hámarksmannfjölda á tslandi á miðöldum hafi verið náð
rétt um 1200, og hefur hann þá væntanlega nálgazt 80000. Á 13.
öld hefur mannfjöldi í stórum dráttum staðið I stað, en þó verið
um talsverðar sveiflur að ræða, sama er að segja um 14. öld, nema
þá var tilhneiging í átt til fólksfækkunar." Jón Steffensen: Popula-
tion, Island. KLNM XIII, d. 392.
60 Sturla Friðriksson í Hafísnum, bls. 533.
61 Vilh. Moller-Christensen: Kopper. KLNM IX, d. 106; og Sigurjón
Jónsson: Sóttarfar og sjúkdómar á Islandi 1400—1800. Rvík 1944,
bls. 29—34.
62 Þorkell Jóhannesson: Lýðir og landshagir I. Rvík 1965, bls. 82—4.
63 Ól. Lárusson 1936, bls. 134.