Saga - 1972, Blaðsíða 161
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 159
Reynistaðarklausturs var 36 hundruð árið 1315 (Dipl. Isl.
II, nr. 220), en aðeins 614 hundrað árið 1408 (Dipl. Isl. III,
nr. 594), rétt eftir pláguna. Sama ár átti klaustrið ein-
ungis 39 leigukúgildi með jörðunum (um leigukúgildi sjá
bls. 169). Á árunum 1429—32 lágu ennþá margar jarðir í
eyði, því að af 99 jörðum, sem lágu til eða tilheyrðu níu
kirkjum á Norðurlandi, voru aðeins 62 í byggð þá.
En þegar um miðja 15. öld hafði mikill hluti eða kannski
meirihluti eyðibýlanna byggzt upp á ný. Árið 1446 átti
Reynistaðarklaustur 44 byggðar jarðir en aðeins sjö í eyði
(Dipl. Isl. IV, nr. 733). Þær síðarnefndu voru þó leigðar
fyrir litla leigu, til beitar o. þ. h. Ekki kemur fram, hvort
klaustrið hefur einnig átt jarðir, sem lágu algerlega í eyði
°g engin leiga fékkst fyrir. Tala leigukúgilda var þetta ár
komin upp í 304. Sama ár eru sex jarðir í eigu Munka-
þverárklausturs í eyði og gefa engan arð, og landskuldin
af hluta annarra jarða klaustursins er svo lág, að þær
kunna að hafa verið nýttar einungis til beitar 0. þ. h. (Dipl.
Isl. IV, nr. 732). Verra ástand kemur í ljós, þegar litið er
á jarðeignir Möðruvallaklausturs. Árið 1447 voru 34 af
jörðum þess í byggð en 28 í eyði. Hluti af eyðijörðunum
er samt leigður til beitar o. þ. h. fyrir lága landskuld (Dipl.
Isl. iv, nr. 743). Þorkell Jóhannesson taldi reyndar, að
hinn mikli fjöldi eyðibýla í síðastnefnda tilfellinu kynni að
fiokkru leyti að vera afleiðing af hernaði enskra sjómanna
við Norðurland. Aukinn fjöldi leigukúgilda bendir þó til
Þess, að ástandið hafi breytzt til hins betra síðan 1429
(Eipl. Isl. IV, bls. 373). Þá átti klaustrið 105 leigukúgildi,
en árið 1447 voru þau orðin 204. Loks benda Þorkell Jó-
hannesson og Ólafur Lárusson á, að í jarðagóssi Guðmund-
ar hins ríka Arasonar árið 1446, sem var alls 178 jarðir á
Vesturlandi, hafi aðeins verið þrjár eyðijarðir (Dipl. Isl.
nr. 725). Af þessu síðastnefnda drógu þeir þá ályktun,
að plágan hefði ekki komið jafnt niður á öllum landshlut-
Urn> og Ól. Lárusson áleit, að afleiðingar hennar hefðu
sennilega verið minni á Vesturlandi en Norðurlandi.