Saga - 1972, Side 163
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 161
ur hafi verið á vinnuafli á Islandi alla 15. öld og ef til vill
lengur.65
Þannig er ekki fullvíst, að landið hafi verið búið að ná
sér að mestu eftir pláguna miklu þegar um 1460, en auð-
vitað getur það hafa verið misjafnt eftir landshlutum.
Um 1495 gekk ný og mannskæð pest, sem nefnd hefur
verið „plágan síðari“. Hún gekk þó ekki um Vestfirði. Þeg-
ar hafa verið nefnd dæmi, sem benda til fólksfæðar í upp-
hafi 16. aldar, en því skal bætt við, að Leiðarhólmssam-
þykkt frá 1513 ber þess merki, að þá var erfitt að fá vinnu-
fólk.66 Og ennfremur er talið, að afar lítið hafi verið um
förufólk í Árnessýslu upp úr 1500,67 en í manntalinu 1703
er nærri sjöundi hver Islendingur talinn þurfamaður eða
flakkari (sjá bls. 135), og í Árnessýslu voru þeir hlutfalls-
'ega sýnu fleiri en að meðaltali á öllu landinu á þeim tíma.
Magnús Már Lárusson hefur bent á, að eyðing vegna
Pesta, harðinda og eldgosa hafi oft verið bætt skjótt upp
rneð aðflutningi fólks úr öðrum héruðum.68 Þetta gerðist
eftir pláguna síðari, því að samkvæmt frásögn annála flutti
fólk þá frá Vestfjörðum til Norðurlands.
I heild bendir ekkert til þess, að pestin ca. 1495 hafi ver-
ið vægari en plágan mikla. Eins og stendur virðist ekki
Vera unnt að mynda sér rökstudda skoðun um umfang
Pianndauðans í plágunum tveimur, og mjög hæpið er, að
öokkru sinni takist að komast að nokkurn veginn áreiðan-
legum niðurstöðum um það efni. Þetta virðist einnig hafa
verið skoðun Ólafs Lárussonar.69
Eitt af þeim vandamálum, sem athuga verður, er, hvort
söfnun jarða og makaskipti til að eignast nærliggjandi
65 Sami: Die Stellung der freien Arbeiter in Island bis zur Mitte
des 16. Jahrhunderts. Rvík 1933, bls. 162—3, 168—72 og 190; og
Jón Jóhannesson: Islendinga saga II. [Rvík] 1958, bls. 156.
. 66 Páll E. Ólason: Saga Islendinga IV. Rvík 1944, bls. 21—2.
67 Sama rit, bls. 436.
68 Magnús Már Lárusson: Busetnad, Island: Bebyggelse. KLNM H,
d. 373—4.
69 Öl. Lárusson 1936, bls. 134.
11