Saga - 1972, Síða 164
162 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
jarðir hafi að nokkru leyti verið afleiðing drepsóttanna á
15. öld. Hér skal aðeins minnzt á fáein atriði.
Á fyrra hluta 15. aldar koma til jarðir Guðmundar ríka
Arasonar, en fjöldi þeirra árið 1446 er þekktur (Dipl. Isl-
IV, nr. 725).
Að því er varðar jarðeignir Hólastóls er vitað, að 1388
átti stóllinn 125 jarðir (Dipl. Isl. III, nr. 352), en það er
ekki rétt, sem Björn Lárusson fullyrðir,70 að í þeirri skrá
séu engar eyfirzkar jarðir nefndar. — Árið 1449 voru
jarðir stólsins orðnar 175—80 (Dipl. Isl. V, nr. 35), og
1550 voru þær 350 (Dipl. Isl. XI, nr. 688). I ljós kemur,
að mest af aukningunni 1449—1550 varð á árunum 1495—
1520, þ. e. á árunum næst eftir pláguna síðari (Dipl. Isl.
VIII, bls. 727 o. áfr.). Á þessum árum eignaðist Hólastóll
að minnsta kosti 100 jarðir. Á árunum eftir 1520 er svo vit-
að um víðtæk makaskipti, gerð með það í huga að eignast
jarðir nærri stólnum.
Hvort tveggja — þessi mikla aukning jarðaf jöldans og
makaskiptin — getur bent til þess, að mikill hreyfanleiki
hafi verið á jarðamarkaðinum fyrst eftir pláguna síðari.
Að því er varðar Skálholtsstól er einnig hægt að sýna
fram á mikla eignaaukningu á síðmiðöldum. I lok 13. aldar
virðist stóllinn hafa átt ca. 1200 hundraða í jarðeignum
(Árna biskups saga, 72. kap.), en við siðaskiptin höfðu
jarðeignir stólsins aukizt upp í fyllilega 7000 hundruð.
Ekkert bendir til þess, að á 16. öld hafi gengið nein mjög
mannskæð pest. Óvíst er, hvenær mannfjöldi varð aftur
svipaður og verið hafði fyrir pláguna ca. 1495, kannski
hefur það orðið á síðari hluta 16. aldar.
Jón Steffensen telur, að eftir pestirnar tvær á 15. öld
hafi mannfjöldinn ekki náð sér jafn hátt á ný, því að gseði
landsins hafi versnað.71 Þessa kenningu rökstyður hann
þó ekki nánar. Um þetta var Ólafur Lárusson á öðru máli-
70 Björn Lárusson 1967, bls. 69.
71 Jón Steffensen: Population, Island. KLNM XIII, d. 390—92.