Saga - 1972, Síða 165
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 163
Hann taldi unnt að bera fyrri aldir saman við 18. öldina,
en um hana eru miklar heimildir varðveittar, og sagði þann
samanburð sýna, að skyndileg fólksfækkun vegna sótta og
harðæris hafi unnizt upp tiltölulega skjótt að vissu marki,
sem yfirleitt hafi verið nálægt 50.000 íbúum, en þá hafi
næsta ólán dunið yfir. Ólafur taldi, að þessi bylgjugangur
hefði sennilega staðið yfir allt frá 12. öld, og hæpið sé, að
Mannfjöldinn hafi nokkurn tíma komizt verulega yfir
50.000. Erfitt er að hafna þessari kenningu með öllu, enda
fær hún að nokkru stuðning af þeirri staðreynd, að í bólu-
sótt 1707 dó líklega um þriðjungur þjóðarinnar, en 44 ár-
um síðar lá nærri, að það fólkstap hefði unnizt upp.72
Hins vegar er ekki víst, að landið hafi rúmað sama há-
uiarksmannfjölda um 1700 og á miðöldum, og einnig er
évíst að hámarkið hafi verið óbreytt allar miðaldir.
Jón Steffensen hefur framkvæmt mælingar á beinagrind-
um frá ýmsum tímum íslandsbyggðar, og hann telur, að
uieðaltöl líkamshæðar endurspegli lifskjör þjóða. Þá skoð-
Un byggir hann m. a. á mælingum, sem gerðar hafa verið
a beinagrindum Grænlendinga hinna fornu, en raunar var
bar um lítið úrtak að ræða, einkum af fólki frá síðasta
tímabilinu. Jón telur, að líkamshæð Islendinga hafi haldizt
svo til óbreytt fyrstu fimm til sex aldirnar, sem þjóðin
byggði landið (meðalhæð karla sennilega um 172 cm);
hins vegar sýni mælingar á 30 beinagrindum frá 17.—18.
öld aðeins 168.2 cm meðalhæð karla. Jón telur, að ástæðan
þessarar lækkunar hafi verið, að fæðu hafi hrakað um
magn og gæði.73
Þessar athuganir eru mjög merkar, en galli er, hve úr-
tek Jóns frá síðmiðöldum og einkum 17.—18. öld er lítið
^rfitt er að fullyrða út frá rannsóknum hans, hvort
hfsskilyrði hafi versnað og þá hvenær það gerðist. Samt
bendir margt til þess, að þau hafi verið lakari á 18. öld en
Öl. Lárusson 1936, bls. 134—5; ManntaliÖ 1703, bls. 8.
3 Jón Steffensen: Likamsvöxtur og lífsafkoma Islendinga. Saga
II (1954—8), bls. 280—88 og 304—08.