Saga - 1972, Page 166
164 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
á 12. öld. Á öðrum stað hefur Jón Steffensen haldið því
fram, að barnadauði á Islandi hafi aukizt á milli 1550 og
1700.7 4 Þetta síðasta verður að teljast ósannað mál, en
engan veginn er það þó fráleitt eða óhugsandi.
Um mannfjölda á Islandi fyrir 1703 vitum við ekkert
með fullkominni vissu, en bent skal á, að í ritgerð eftir
ólaf Stefánsson stiftamtmann er vísað til manntals frá ár-
unum 1670—80 um að tala bænda á landinu hafi þá verið
7000, en íbúatalan nokkuð yfir 50 þúsund.75 Út frá mann-
talinu 1703 (skiptingu í aldursflokka) virðist þetta vera
sennilegt. Jón Steffensen hefur rækilega rannsakað
byggðaþróunina á síðustu áratugum 17. aldar, einkum út
frá Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, og
komizt að þeirri niðurstöðu, að ca. 1695 hafi ekki verið
minna en 54 þúsund manns í landinu.76
I stórum dráttum má segja, að líkur bendi til þess, að
mannfjöldi hafi verið tiltölulega mikill á Islandi seint á
14. öld, og aftur á 17. öld. Seint á 17. öld höfðu engar stór-
ar pestir gengið í nærri 200 ár. Hins vegar varð stundum
nokkurt mannfall vegna harðæris, t. d. rétt eftir 1600.
Undir lok 17. aldar hefur mannfjöldinn væntanlega verið
ca. 54—55 þúsund, eða örugglega með því mesta, ef ekki
mest í margar aldir.
Þegar ætlunin er að komast að niðurstöðum um breyting-
ar á mannfjölda á Islandi fyrr á öldum, verða að koma til
mjög staðgóðar rannsóknir, þar sem allar fáanlegar heim-
ildir séu teknar til yfirvegunar með fyllstu rýni að leiðar-
ljósi. Ónákvæm meðferð talna og almennar áætlanir eða
ágizkanir um, hvað komist næst því að vera sögulega rétt,
geta ekki verið fullnægjandi. Skipulegar rannsóknir á ís-
lenzkum heimildum í þessu viðfangi virðast enn ekki hafa
verið gerðar, og vafalaust er, að þær muni verða miklum
74 Sami 1963, bls. 134—5.
75 Landsnefndin 1770—1771. I. Bréf frá nefndinni og álitsgerðir emb-
ættismanna. Rvík 1958, bls. 186.
76 Jón Steffensen i Sögu II, bls. 289—300.