Saga - 1972, Síða 167
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 165
erfiðleikum bundnar. Að svo stöddu verður ekki veitt svar
við þeirri spurningu, hvort unnt sé að setja fram rök-
studdar skoðanir varðandi breytingar á mannfjölda á Is-
landi á miðöldum og á 16.—17. öld.
VIII. LæJckun landskuldar.
Ólafur Lárusson taldi, að sjálfseignarbændur hefðu þeg-
ar í lok 13. aldar verið orðnir miklu færri en leiguliðarnir,
og á 15. öld hefðu bændur nær allir verið orðnir leigulið-
ar.77 Hinu eiginlega matsverði jarða (dýrleika í hundruð-
um, en eitt hundrað var jafnt kúgildi) var yfirleitt ekki
breytt öldum saman, en leigumálinn gat hins vegar breytzt,
°g er fróðlegt að athuga upphæðir landskulda á ýmsum
tímum, þar eð lækkun landskuldar ber yfirleitt með sér, að
framboð á jörðum til leigu hafi aukizt. Á sama hátt er lík-
^egt, að söluverð hafi verið breytilegt, en það mál er órann-
sakað.
Lögboðið hámark rentu (þar með landskuldar) á þjóð-
veldisöld var 10%. Magnús Már Lárusson hefur bent á,
að leigur af kirkju- og konungsjörðum hafi síðar allajafna
verið um 5%, en af jörðum í einkaeign verði vart 8%
leigu.78 Þetta var í stórum dráttum aðalregla líklega frá
°g með 14.—15. öld, en segir ekki alla söguna, eins og nú
skal rakið.
Þorkell Jóhannesson sagði í ritgerð sinni um pláguna
Riiklu, að leigur af 15 eignarjörðum Reynistaðarklausturs
hefðu verið:
árið 1295 var landskuldin 34 hundruð,
árið 1315 var landskuldin 27 hundruð
(árið 1408 var landskuldin 6.5 hundruð, kúgildi 39)
árið 1446 var landskuldin 23 hundruð, kúgildi 101.7 9
í hinu ýtarlega doktorsriti sínu um elztu íslenzku jarða-
77 Ól. Lárusson 1944, bls. 38—9.
78 Magnús Már Lárusson: Landskyld, Island. KLNM X, d. 282.
79 Þorkell Jóhannesson 1965, bls. 85.