Saga - 1972, Page 169
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 167
ungur landskulda og kúgildaleigna, en aðeins fjórðungur
af mannfjölda alls landsins.80
Þegar þróun landskuldar í biskupsdæmunum er borin
saman, getur varla verið rétt að bera stóls- og klaustra-
jarðir í Hólabiskupsdæmi saman við jarðeignir tveggja
klaustra í Skálholtsbiskupsdæmi, en halda t. d. jörðum
Skálholtsstóls utan við samanburðinn. Sjá má af töflum
Björns, að landskuld af klaustrajörðum nyrðra stóð í stað
1569/80—1695, meðan landskuld af stólsjörðum þar lækk-
aði um ca. 14.5%. Ekki er fullvíst, að e. k. meðaltal land-
skuldarbreytinga á þessum tveimur tegundum jarðeigna
sýni rétta mynd af þróuninni í öllu Hólabiskupsdæmi, eins
°g Björn lætur í veðri vaka. Færa verður líkur að því, að
dæmi, sem eiga að sýna þróun í stóru samhengi, séu fylli-
lega tæk dæmi um alla þróunina.
Björn gerir ekki grein fyrir því, hvers vegna leigur af
eignarjörðum Skálholtsstóls stóðu því nær í stað (lækkuðu
raunar um 2.5%) á meðan leigur af klaustrajörðum (Við-
eyjar og Helgafells) á Suðvestur- og Vesturlandi hækkuðu
uni ca. 10%. Þetta síðasta kann að einhverju leyti að hafa
stafað af vaxandi eftirspurn eftir útræðisjörðum og jörð-
um í námunda við verstöðvar. Æskilegt væri, að öll þessi
þróun væri tekin til nákvæmari rannsóknar, þar sem reynt
vseri að bera saman þær tegundir jarðeigna og þá lands-
hluta, sem eru fyllilega sambærilegir.
Svo virðist sem hlutfall Norðurlands í heildarfólksfjölda
^andsins hafi verið mun lægra um 1700 en á hámiðöldum.
Samkvæmt tölu þingfararkaupsbænda hjá Ara fróða voru
^1.6% þeirra á Norðurlandi, en af skattbændum 1311 voru
20-2% á Norðurlandi. Árið 1703 voru hins vegar aðeins
^3.4% landsmanna á Norðurlandi, en þó reyndar 23.9%
el aðeins er miðað við fólk með fastan samastað, og þessa
síðari tölu notar Björn Lárusson. Tölur Ara fróða og þær
frá 1311 geta e. t. v. bent til þess, að í upphafi hafi mann-
Björn Lárusson 1967, bls. 49—53 og 58.