Saga - 1972, Page 170
168 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
fjöldi, jarðafjöldi og afgjöld og skattar fylgzt nokkurn
veginn að, og á Norðurlandi hafi þá verið þriðjungur alls
þessa, eða svo til. Síðar skekktist myndin, e. t. v. að ein-
hverju leyti vegna uppblásturs fyrir norðan og mannflutn-
inga þaðan í átt að verstöðvum syðra og vestra.
Af athugunum Magnúsar Más Lárussonar, Þorkels Jó-
hannessonar og Björns Lárussonar um þróun landskuldar
virðist annars mega ráða þetta:
Líklegt er, að landskuld, a. m. k. af eignum kirkjulegra
stofnana, hafi verið mun lægri á 14. öld en verið hafði á
13. öld. Eftir pláguna miklu 1402—04 hrapaði landskuld
líklega enn mjög, en náði sér þó á ný á strik að verulegu
leyti um miðja 15. öld. Sennilegt er, að aftur hafi orðið
hrap í landskuld í bili eftir pláguna síðari um 1495. Hér
á það væntanlega við, sem Magnús Már hefur bent á, að
ýmsar eyfirzkar heimildir frá 16. öld sýna, að þá var
landskuld aðeins greidd, ef jörðinni fylgdu leigukúgildi.81
Kann vera, að þær jarðir, sem þá var ekki goldin leiga af,
hafi legið í eyði? — Þessi landskuldarlækkun hafði þó
unnizt upp að verulegu leyti um 1550. Frá 14. öld til miðr-
ar 16. aldar lækkuðu þó landskuldir, a. m. k. af eignum
kirkjunnar allmikið í heild, kannski mætti gizka á lækk-
un alls um fjórðung? Sennilega hefur landskuldin þó hrap-
að enn frekar á Norðurlandi. Meira verður tæplega sagt
um þetta með rökum, unz frekari rannsóknir hafa verið
gerðar. Hitt má fullyrða, að frá því um 1550 stóðu land-
skuldir yfirleitt fyllilega í stað til 1695, ef miðað er við
landið í heild.
Helztu orsakir leigulækkana gátu verið:
1. Minnkandi eftirspurn eftir jarðnæði vegna beinnai'
mannfækkunar af völdum pestar eða harðinda.
2. Leigjandinn tók í staðinn á sig einhver önnur útgjöld
eða greiddi leigu með nýjum hætti.
81 Magnús Már Lárusson: Landskyld, Island. KLNM X, d. 282.