Saga - 1972, Side 171
UM RANNSÓKNIR A ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 169
B. Fólksflutningar að sjávarsíðunni vegna vaxandi fisk-
veiða, svo að eftirspurn eftir jarðnæði inni í landi fór
minnkandi af þeim sökum.
Um fyrsta atriðið hefur þegar verið rætt, einkum í sam-
bandi við pestirnar á 15. öld. Skal nú vikið að seinni atrið-
unum.
Vafalítið er, að veigamesta nýmæli í sambandi við kjör
íslenzkra leiguliða um langan aldur var tilkoma leigukú-
gilda. Björn Þorsteinsson telur, að kúgildaleigur muni vart
öllu eldri en frá 12. öld. í Jónsbók er ákvæði um, að leigu-
taka beri ekki að endurnýja kúgildin, en yfirleitt er talið,
að lánardrottnum hafi þó smám saman tekizt að koma
þeirri kvöð yfir á leigutakana. 1 sambandi við aukningu
leigufjár stendur sennilega það, að eignaskylda hjóna-
efna var afnumin um 1300.82 Jón Jóhannesson hefur einn-
ig rætt þetta mál og telur, að venjan að leigja kúgildi með
jörðunum hafi fyrst komizt á fyrir alvöru á 14. og 15. öld
°g klaustur og biskupsstólar hafi haft forgöngu um þetta,
en þær stofnanir (og stærstu höfðingjar) höfðu smám
saman eignazt svo margt kvikfé, að ekki var unnt að leigja
það allt nema skylda landseta til að taka við því. Þar við
bættist, að leigur af kvikfé voru mjög háar, allt upp í
16% % á síðmiðöldum.83 Þannig sést, að kúgildaleigur
hljóta skjótt að hafa orðið ósmár baggi á leigjendum.84
Fólksflutningar að sjávarsíðunni komu sem afleiðing af
breytingum á verðlagi útflutningsafurða. Það mun hafa
verið snemma á 14. öld, sem fiskútflutningur frá Islandi
hófst fyrir alvöru, og vaðmál hættu þá að fylgjast með
verðhækkunum. Fiskurinn var því tekinn upp sem verð-
^selir. Þorkell Jóhannesson athugaði verð skreiðar á ýms-
Urtl tímum og birti um það eftirfarandi töflu:
Björn Þorsteinsson 1966, bls. 133.
83 Jón Jóhannesson 1958, bls. 199—200.
84 Um kúgildi, verðgildi þeirra o. s. frv. sjá: Magnús Már Lárusson
í KLNM VII, d. 83—7 og X, d. 282.