Saga - 1972, Side 172
170 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
Fram um 1200 voru 10 vættir í hundraði (kúgildi), vísitala (100)
Fram um 1300 voru 8 vættir í hundraði (kúgildi), vísitala 125
1350—1400 voru 6 vættir í hundraði (kúgildi), vísitala 167
1420—1550 voru 3% vætt í hundraði (kúgildi), vísitala 286
(1619—1776 eru taldar 6 vættir í hundraði).85
Þessi gífurlega verðhækkun skreiðar á útflutnings-
markaði varð til þess, að sókn enskra fiskimanna í stórum
stíl á Islandsmið hófst á fyrri hluta 15. aldar, og fiskveiðar
voru þá orðnar mikilvægur þáttur í íslenzku atvinnulífi.
Magnús Már hefur bent á, að allt frá síðari hluta 13. aldar
lagði klaustrið á Helgafelli sig fram um að eignast traust-
ar útræðisjarðir á utanverðu Snæfellsnesi. Snemma á 14.
öld var vígð yzt á nesinu ný kirkja, þar sem aðeins hafði
verið bænhús fyrir; vafalaust voru þá uppgangstímar
þar.86
Fleiri dæmi má nefna. Björn Þorsteinsson kveður mál-
daga og aðrar heimildir sýna, að kirkjur og klaustur hafi
á 13. og 14. öld farið að seilast eftir útræðisjörðum og
hafnaraðstöðu. Stærstu veiðistöðina, Vestmannaeyjar,
hafði Skálholtsstóll eignazt þegar á fyrri hluta 12. aldar,
en um 1400 náði konungur eignarhaldi á eyjunum.87 Það
bendir til þess, að einnig hann hafi þá verið tekinn að sýna
áhuga á þessu sviði.
Athyglisvert er, að bann Grágásar við búðsetu við sjó
var ekki tekið með í Jónsbók um 1280. Er helzt svo að sjá,
sem á 13. öld hafi verið talið fremur auðvelt að auðgast
af fiskveiðum og fiskverzlun, og á 14.—15. öld fóru stór-
býli við sjó fram úr öðrum að auði og velgengni, segir
Björn Þorsteinsson, en tekur fram, að seint á 15. öld hafi
Hansamenn verið farnir að teygja arm sinn til Islands og
keppa við Englendinga um íslenzku skreiðina. Jafnframt
hófu þeir útgerð frá Islandi og löðuðu til sín vinnufólk
bænda. Þá var m. a. bann við búðsetu endurnýjað.87
85 Þorkell Jóhannesson 1965, bls. 36.
86 Magnús Már Lárusson 1967, bls. 97—105.
87 Björn Þorsteinsson: Fiskelage, Island. KLNM IV, d. 312—16.