Saga - 1972, Síða 174
172 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
en sjálf býlaeyðingin, en hins vegar eru þessir þættir
allir svo samslungnir, að hver einstakur getur veitt mikil-
væga óbeina fræðslu um hina.
Leggja verður áherzlu á, að skynsamlegra er að afla ör-
uggrar vitneskju um ýmsa takmarkaða þætti, t. d. sögu
einstakra landshluta, en velta vöngum í sífelldri óvissu yfn'
heildarþróun. Er þess að vænta, að á næstu árum verði
reynt að gera sem mest af alhliða undirstöðurannsóknum
á sviði íslenzkrar byggðarsögu.
Samt sem áður skal nú vikið að ýmsum meginatriðum í
sambandi við eyðingu býla og endurbyggingu á fyrri öldum.
Drepið var á í inngangi þessarar ritgerðar, að enn hefði
naumast verið sýnt fram á, að eyðing hefði átt sér stað
mjög víða á öllu íslandi á síðmiðöldum. Á hinn bóg-
inn hefur ekki heldur verið sýnt fram á hið gagnstæða,
og ýmislegt bendir til þess, að víða á landinu hafi sérlega
mörg býli legið í auðn seint á 15. öld og um 1500 (sjá bls.
175). Til eru miklar sagnir um eyðibýli í svo til hverri
byggð. Þessar eyðibýlasagnir voru a. m. k. að verulegu
leyti skráðar í ferðabækur og landlýsingar 18. aldarinn-
ar, einkum þó í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída-
líns. Þorvaldur Thoroddsen hefur bent á, að þar eru nefnd
um 2900 eyðibýli, og hann gerði ráð fyrir, að í hinum
glataða hluta jarðabókarinnar hefðu verið nefnd a. m. k.
300 í viðbót.89
Vafalítið er, að mörg af umræddum eyðibólum hafa
aldrei verið í reglulegri byggð, heldur gátu t. d. verið
þar sel eða beitarhús, og sum önnur hafa aðeins verið í
byggð í mjög skamman tíma. Ólafur Lárusson og Jón
Jóhannesson töldu, að margir þeirra 150 bæja, sem nefnd-
ir eru í Landnámabók og ekki hafa verið í byggð á síðari
öldum, hefðu verið óheppilega settir í upphafi vegna vetr-
arríkis, of mikillar hæðar yfir sjó eða annarra annmarka,
og því lagzt tiltölulega fljótt í eyði, en stundum hefðu bse-
89 Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing Islands III. Khöfn 1919, bls. 21-