Saga - 1972, Síða 175
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 173
imir líka skipt um nafn.90 Yfirleitt byggja sagnir um eyði-
býli mjög á tilvist rústa, en þær eru slæm sönnunargögn,
sbr. það sem áður hefur verið sagt um rannsóknir á Hruna-
mannaafrétti (sjá bls. 142). Frekari fornleifarannsóknir
skortir þó.
Allvíða um land gætti mikils uppblásturs ekki seinna en
á 11. öld (sjá bls. 148—9), og er líklegt, að af þeim sökum
hafi jarðir víða eyðzt. Hálendisbyggð hefur þannig senni-
lega verið mest á fyrstu einni eða tveimur öldum eftir
landnám (sjá bls. 141—3), er graslendi fannst enn mjög
víða á hálendinu.91
Eitt sem virðist styðja þá tilgátu, að þungamiðja byggð-
ar hafi á fyrstu öldum Islandsbyggðar legið innar í land-
inu en síðar varð, er niðurstaða könnunar Sveins Víkings
á elztu varðveittu máldagasöfnum. 1 máldögunum eru tal-
in hlutfallslega langfæst bænhús í stærstu sóknunum, þar
sem sóknarbæir voru 20—30. Þessar sóknir liggja flestar
nærri sjó, og hinn mikli munur á bænhúsafjöldanum kynni
að benda til þess, að bæjum í þeim hafi fjölgað meira en
bæjum í innsveitum á tímabilinu 1100—1400. Þá er gengið
nt frá því, að flest bænhús hafi risið tiltölulega skjótt eftir
kristnitökuna, þ. e. á 11. öld.92
Magnús Már Lárusson hefur bent á, að Grágás og Jóns-
bók bönnuðu að jörð væri lögð í eyði. Jafnframt gerði
Grágás ráð fyrir fleirbýli og sambýli án þess að nýj-
ar jarðir mynduðust strax.93 Af þessum lagaákvæð-
um ætti að vera unnt að draga þá ályktun, að eyðibýli og
fleirbýli hafi þekkzt mjög snemma. Ákvæði um eyðibýli
virðist ennfremur benda til þess, að ekki hafi verið þröngt
Urn fólk í landinu á 12.—13. öld.
90 Ól. Lárusson 1944, bls. 18—19 og Jón Jóhannesson 1956, bls. 47—8.
91 Sjá t. d. Sigurður Þórarinsson í Skírni 1956, bls. 240—41; og sami
i Þriðji vikingafundur — Third Viking Congress. Árbók Hins ísl.
fornleifafél., fylgirit 1958, bls. 17—18.
“2 Sveinn Víkingur: Getið í eyður sögunnar. Rvik 1970, bls. 133—5.
99 Magnús M. Lárusson: Jordejendom, Island, KLNM VII, d. 675—7.