Saga - 1972, Page 177
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 175
þjóðinni hafi venjulega fjölgað tiltölulega fljótt á ný eftir
pestimar, og eyðijarðir lágu því venjulega ekki lengi í
eyði af völdum pesta. Eyðing býla um þetta leyti get-
ur einnig hafa stafað af aukinni eftirspurn eftir fiski og
því vaxandi sjósókn landsmanna, sem átti sér líklega
nokkra hliðstæðu í sumum hlutum Noregs á svipuðum
tíma. Þegar mannmargt var orðið í verstöðvunum og því
tók að draga úr fólksfjölgun við sjávarsíðuna á 16. öld,
á sama tíma og þjóðin hafði náð sér eftir pláguna síðari,
reyndust landsmenn færir um að byggja upp á ný flestar
þær jarðir, sem eyðzt höfðu á þessu tímabili.
1 heild virðist nú, eins og fram er komið, ýmislegt benda
til þess, að 15. öld hafi orðið byggðinni þung í skauti. Auk
plágunnar miklu 1402—04 (sjá bls. 158—60) gengu skæð-
ar bólusóttir a. m. k. tvisvar, 1481—2 og 1472 (bls. 158),
þar á ofan komu líklega tvö stór eldgos á síðari hluta ald-
arinnar (bls. 152), og ljóst virðist, að ört vaxandi sjósókn
hefur dregið fólk frá landbúnaði (bls. 170-71). 1 lok ald-
arinnar kom svo til viðbótar plágan síðari um 1495 (bls.
161), sem líklega hefur verið afar mannskæð. Niðurstöður
Ólafs Lárussonar út frá örnefnarannsóknum (bls. 152—4)
virðast vera góður vitnisburður um, að afleiðing allra þess-
ara atburða hafi verið þó nokkur eyðibýlafjölgun. 1 sömu
átt benda t. d. athuganir Þormóðs Sveinssonar og ögmund-
ar Helgasonar (bls. 138—9) og kannski einnig ábending
Magnúsar Más Lárussonar um landskuldargreiðslur af ey-
firzkum jörðum á 16. öld (bls. 168).
Ekki liggur ljóst fyrir, hvaða þátt loftslagsbreytingar og
náttúruhamfarir kunna að hafa átt í eyðibýlafjölgun á Is-
landi á hinum líklegu eyðibýlaskeiðum á 15.—16. öld. Ólaf-
Ur Lárusson, sem einn manna hefur ritað samfellt langt
°iál um íslenzka byggðarsögu, gerði lítið úr áhrifum þess-
ara afla yfirleitt.96 Líklegt er, að þar hafi hann gengið
96 ÓI. Lárusson 1944, bls. 11—13.