Saga - 1972, Síða 178
176 BJÖRN TEITSSON OG MAGNOS STEFÁNSSON
helzt til langt, einkum þegar hann gerði lítið úr áhrifum
uppblástursins á heildarsvip byggðarinnar.
Reynsla frá 18. öld bendir til þess, að við verulega fólks-
fækkun hafi förufólki og húsmönnum í fyrstu lotu fækk-
að meira en öðrum, ekki aðeins vegna þess að þeir hrundu
niður í sóttum og harðærum, heldur einnig vegna þess að
þá fengu þeir kost á jarðnæði, en jörðum í byggð hefur
væntanlega aldrei fækkað hlutfallslega nándarnærri eins
mikið og fólkinu. Þá er athyglisvert, að ekki virðast sömu
jarðir hafa farið í eyði vegna sótta og við mannfelli af
hungri. Afskekktar jarðir við sjó eyddust líklega mjög
gjarna í sóttum eða við búferli fyrst eftir þær, en því nær
ekki við harðindi og hungursneyð, enda var þá helzt mat
að fá við sjávarsíðuna.97
Áður hefur verið rætt um tilkomu leigukúgilda (bls.
169), sem vafalítið orkaði til linunar á venjulegri leigu. Ól-
afur Lárusson taldi, að hjáleigubyggð hefði vaxið mjög,
er leigukúgildum fjölgaði á 14. og 15. öld, því að leiguliði
á aðaljörðinni átti kannski erfitt um vik að rísa undir kú-
gildafjöldanum, og þá þótti honum hagkvæmt að geta end-
urleigt hluta af þeim til hjáleigubónda, sem hann fékk til
sín á jörðina. 1 þessu sambandi er athyglisvert, að orðið
hjáleiga virðist ekki hafa komið fyrir fyrr en á 15. öld.
Hjáleigur og smábýli voru flest í fiskveiðihéruðunum, og
Ólafur taldi, að aukning fiskveiða á 14. og 15. öld hefði
gert smábændum kleift að bjargast með því að sækja til
fiskjar um vertíðina.98
Hjáleigur voru langflestar á Suður og Vesturlandi, og
Ólafur Lárusson segir, að upp úr 1700 hafi 48.6% allra
býla í Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Gullbringu- og
97 Sjá einkum Björn Teitsson: Um eignarhald og ábúð á jörðum í
Suður-Þingeyjarsýslu 1712—1930. Óprentuð prófritgerð, Háskóla
Islands 1970, bls. 125.
98 Ól. Lárusson 1944, bls. 37—40 og 55; og sami 1936, bls. 133.