Saga - 1972, Blaðsíða 179
UM RANNSÓKNXR A ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 177
Kjósarsýslu verið hjáleigur." Á Norðurlandi voru þær
hins vegar margfalt færri, t. d. voru ekki nema um 15%
af öllum býlum í byggð í Suður-Þingeyjarsýslu 1712 tald-
ar hjáleigur, sem sjá má, ef Jarðabók Árna og Páls er
athuguð.
Magnús Már Lárusson bendir á, að fyrirbærið hjáleiga
hafi í eldra máli nefnzt hjabú eða hjáland, og telur líklegt,
að hjáleigufyrirkomulagið kunni að vera enn eldra en frá
13. öld.100 Þetta má vel rétt vera. Hins vegar virðist ekki
líklegt, að hjáleigur hafi orðið margar fyrr en á 14. öld,
þó að alltaf sé dálítið varasamt að dæma út frá þögn heim-
ilda. Veruleg hjáleigubyggð hefur naumast getað komið
upp nema sem afleiðing af fólksfjölgun, og þá er hæpið að
gera ráð fyrir teljandi hjáleigubyggð utan verstöðva á
15. öld. Ljóst er, að mjög margar hjáleigur voru skamma
hríð í byggð, enda var löngum tiltölulega auðvelt að byggja
Jörð upp úr eyði á íslandi, þar eð yfirleitt þurfti ekki á
síðari öldum að ryðja skóg. Ljóst er einnig, að íslenzkir
leiguliðar voru venjulega mjög fúsir til búferlaflutninga,
fólk var ekki fastbundið ákveðinni jörð eða sveit. Ýmis-
legt, sem bent hefur verið á hér að framan (bls. 139—40,
149 og 164), svo og lausleg athugun á Jarðabók Árna og
Páls og sú staðreynd, að landskuld steig sums staðar lítið
eitt á 17. öld (sjá bls. 166—7), bendir til þess, að hjáleigu-
hyggð, a. m. k. eftir siðaskipti, hafi náð hámarki kringum
1680.
Um þetta er þó því miður erfitt að fullyrða meðan ekki
hafa verið gerðar fleiri svæðarannsóknir en raun ber vitni.
Jafnvel hefur enn ekki verið athugað nægilega, hvort unnt
Se að setja upp vel rökstudda heildarmynd af umfangi
99 Sami 1944, bls. 37.
100 Magnús Már Lárusson: Jordejendom, Island. KLNM VII, d.
676—7.
12