Saga - 1972, Page 199
Jón Hnefill Aðalstcinsson: Kristnitakan á Islandi. Al-
menna bókafélagið. Reykjavík 1971.
Jón Hnefill Aðalsteinsson á þakkir skildar fyrir bók þá, er hann hef-
ur ritað um kristnitökuna á Islandi. Það þykir jafnan merkur við-
burður hér á landi, er út kemur ný bók, þar sem fjallað er um einhvern
þátt úr sögu þjóðarinnar, ekki hvað sízt, þegar teknir eru til nánari
athugunar einhverjir meginþættir þeirrar sögu, eins og gjört er í þess-
ari bók.
Höfundur setur fram ýmsar nýjar og að mörgu leyti nýstárlegar
skoðanir, sem varpa nýju ljósi á viðfangsefnið og fengur er að, þótt
eðlilega verði skiptar skoðanir meðal fræðimanna á niðurstöðum hans.
1 bók sinni glímir höfundur einkum við hina frægu legu Þorgeirs Ljós-
vetningagoða undir feldinum á Þingvöllum, áður en hann kvað upp
úrskurð sinn á alþingi árið 1000. Gjörir hann tilraun til þess að skýra
hana á nýjan hátt og varpa þá um leið nýju ljósi á aðdraganda og
ástæður þeirrar ákvörðunar alþingis, að landsmenn allir skyldu játa
kristna trú.
Mér finnst bók Jóns Hnefils um margt athyglisverð og um mörg
atriði er ég honum sammála, þótt hinu sé ekki að leyna, að ég get ekki
fallizt á allar skoðanir hans og er honum ósammála um ýmis megin-
atriði.
II.
1 upphafi bókar sinnar ræðir höfundur um trú hinna norrænu land-
námsmanna og áhrifin, sem landflutningar hafa haft á hana. Hér
kemst hann að þeirri niðurstöðu, að heiðnin hafi að ýmsu leyti verið
sterk og lifandi um þetta leyti og ráðið miklu um gjörðir manna. Hér
er hann i andstöðu við þá algengu skoðun fræðimanna, að ásatrúnnt
hafi hnignað mjög, er hér var komið sögu. Höfundur bendir á mörg
atriði máli sínu til stuðnings, enda er hér um að ræða eina meginfor-
sendu lokaniðurstöðu bókarinnar.
Mér finnst þessi rök hans ekki nægilega sannfærandi. Get ég vart
varizt þeirri hugsun, að hér hafi lokaniðurstaðan haft of mikil áhrif á
sjálfa röksemdafærslu hans og jafnvel legið fyrir, áður en röksemda
var leitað. Er hér um að ræða eina mestu hættu sagnfræðinga, sem
einatt er erfitt að sneiða fram hjá. Ef feldlegan sjálf á að hafa þau
árslitaáhrif, sem höfundur telur, og vera lokaþáttur heiðinnar trúar-
athafnar, sem leitar eftir svari guðanna við því, hverja stefnu heiðnir
raenn eiga að taka á alþingi, þá verður að sanna, að heiðnin hafi verið