Saga - 1972, Síða 202
200
RITFREGNIR
að sennilega er Þangbrandur sendur til Síðu-Halls og Gissurar af Nor-
egskonungi. En er hann ræðir um gjörðir alþingis 999, talar hann um
vinsældir Hjalta sem ástæðu þess, að honum er ekki gjörð aðför á
alþingi þá! Þar finnst mér miklu sennilegri skýring, að til hafi komið
styrkur kristinna manna á alþingi.
Þá finnst mér gæta misræmis i mati höfundar á gildi mannslífa.
Hann gjörir lítið úr gildi gíslanna, sem Noregskonungur tók til þess
að tryggja framgang sinna mála á Islandi. Siðar telur hann það sýna
hvað bezt göfuglyndi Halls, er hann lét son sinn liggja óbættan til þess
að auðvelda sættir á alþingi árið 1011.
Ég er sammála höfundi um það, að lýsingar á messugjörðum á al-
þingi árið 1000 fá tæplega staðizt, heldur séu þær sennilega samdar af
munkum á 13. öld. Einnig er það vafalaust rétt hjá honum, að þeir
Gissur og Hjalti flytja á alþingi konungserindi um fleira en kristni-
boðið eitt. Og þeir munu hafa verið sendir á konungsfund af kristnum
mönnum sumrinu áður. E. t. v. þegir Ari hér um viðburði af hlífð við
forfeður sina. Um það er erfitt að segja nú.
Hitt þykir mér orka miklu meira tvímælis hjá höfundi, er hann
gjörir lítið úr fjölda og styrk kristinna manna á alþingi. Sagnirnar
um heit kristinna manna hafa alltaf þótt vafasamar, og erfitt er nú að
sjá, um hvers konar heit ætti að geta verið að ræða. Þess sjást engin
merki í lífi Hjalta, að hann hafi nokkru sinni gengið undir nein sér-
stök kirkjuleg heit. Jafnframt virðast frásagnirnar um mannblót heið-
inna manna vafasamar, a. m. k. er áreiðanlega of sterkt að orði komizt
hjá höfundi, að sagnir um þau séu óyggjandi.
V.
Mér hefur alltaf þótt saga Síðu-Halls líkjast meira heilagra manna
sögum en sagnfræði. Gæti þar enn verið um að ræða áhrif sagn-
geymdar ættarinnar?
Höfundur hafnar sögunni um samninga þeirra Halls og Þorgeirs.
Ari segir þó: „Hann (þ. e. Hallur) keypti at Þorgeiri lögsögumanni".
Mér finnst einsýnt, að þetta merki, að þeir hafi samið á einn eða ann-
an veg. Hitt tel ég misskilning, ef lagt er í þessi orð, að Hallur hafi
mútað Þorgeiri. Yfirleitt sýnast mér röksemdir höfundar um sam-
skipti Halls og Þorgeirs ekki fá staðizt. (Bls. 112—4) Hvernig gat
Hallur verið viss um, að Þorgeir mundi gjöra kristnum mönnum auð-
veldara að lifa i landinu, ef Þorgeir hefði fyrirfram verið ákveðinn í
því að fara eftir goðsvari, sem hvorki hann né aðrir vissu fyrirfram,
hvernig mundi verða’ Hvað, ef goðsvarið hefði orðið neikvætt fyrir
kristna menn? Eða var þá feldlegan og goðsvarið e. t. v. aðeins sett
á svið af þeim báðum til þess eins að blekkja heiðna menn?
Mér finnst höfundur gjöra of litið úr þvi, að kristnir menn voru
ekki til viðtals um trúna. Bak við þá ákvörðun stóð stór hópur krist-
inna manna, ekki lítill eins og höfundur segir, og þessi flokkur studd-
ist við konunginn í Noregi, sem hélt nokkrum höfðingjasonum í gísl-
ingu til þess að tryggja framkvæmd mála að sínum vilja á Islandi.