Saga - 1972, Page 205
RITFREGNIR
203
VIII.
Að lokum langar mig aðeins til þess að gjöra örstutta tilraun til
skýringa á stöðu mála á alþingi þetta sumar. Hér er aðeins um að
ræða lauslega tilraun, sem ég hef ekki enn haft aðstöðu til þess að
kanna ofan í kjölinn.
Hvernig var flokkaskipting manna á alþingi þetta sumar?
Menn skiptust i tvo meginflokka, heiðna menn og kristna. En menn
skiptust einnig í tvo aðra flokka, óháð trúnni. Þar er um að ræða
gætna menn og friðsama annars vegar, og hins vegar ákafamenn,
sem sumir vilja breytingu á skipan valda í landinu.
Hvernig skiptast þeir höfðingjar, sem við vitum, að voru á þessu
þingi, milli þessara flokka? Reynum að gizka á það til fróðleiks:
1) Kristnir menn og gætnir:
Hallur af Síðu, Þorkell krafla, Þorvaldur Spakböðvarsson, Njáll,
Surtur, Hlenni gamli, Ingjaldur í Mýrdal, Kolur Þorsteinsson, ön-
undur kristni.
Á mörkum þessa flokks og gætinna heiðinna höfðingja hafa senni-
lega verið synir Eyjólfs Valgerðarsonar, þeir Einar Þveræingur og
Guðmundur ríki, Flosi Þórðarson á Svínafelli, össur á Breiðá, Ásgrím-
ur Elliðagrímsson, Þóroddur goði. Og þó hafa þeir sennilega fremur
hallazt að kristnum mönnum samkvæmt frásögnum heimilda.
2) Gætnir heiðnir höfðingjar:
Þorgeir, Snorri goði, Ólafur pá.
3) Ákafir kristnir menn og nýir höfðingjar eða hlynntir þeim:
Hjalti. Gissur hvíti er á mörkum þessara og kristinna manna gæt-
inna.
4) Ákafir heiðnir menn:
Runólfur í Dal.
Hér eru alls ekki allir taldir af höfðingjum þessa þings. Nauðsyn-
legt væri að reyna að athuga betur, hverjir voru viðstaddir á þingi
og hver afstaða þeirra hefur verið. En mér sýnist engum vafa undir-
orpið, hvar meginþungi valdsins hefur legið á þessu þingi. Það er í
hópi hinna gömlu og gætnu höfðingja, á mörkunum milli kristni og
heiðni.
Nú má enginn taka þessa tilraun of alvarlega. En ég get hennar hér
aðeins til glöggvunar þeim, sem kanna vildu málið nánar.
Að þessu athuguðu finnst mér skorta fullnægjandi rök fyrir lokanið-
úrstöðum höfundar og höfnun hans á fyrri skoðunum fræðimanna um
þessi efni.
IX.
Hér hefur meira verið dvalizt við þau atriði bókar Jóns Hnefils Aðal-
steinssonar, þar sem skoðanamunur er nokkur. Þannig fer oft, þegar
hækur eru ritdæmdar, einkum þegar um er að ræða fræðibækur, þar
Sein gjörð er grein fyrir nýjum skoðunum um gömul efni.
Þetta dregur ekki úr þeirri augljósu staðreynd, að hér er um að ræða