Saga - 1972, Side 214
212
RITFREGNIR
til Islands (bls. 18); Naddoður á sér vafasaman sess í landfundasög-
unni (bls. 19), faðerni Ingólfs landnámsmanns er vafasamt (bls. 20)
og jafnvel tilvera hans sjálfs er ekki jafnörugg og áður. Á bls. 42
segir, að Grettir Ásmundarson, „hetja mikillar Islendinga sögu“, hafi
verið drepinn um 1030. Slíkur fróðleikur um hetjur þjóðsagnanna á
lítið erindi í fræðirit. En sparðatiningur skiptir ekki máli í umræðum
um bók Hans Kuhns. Hann segir sögu sína ljóst og hispurslaust og
án þess að vita af eða skeyta um margs konar rannsóknir, sem gerðar
hafa verið á sögu þjóðveldisins undanfarna áratugi. Bókin er minnis-
merki um veröld sem var og kemur aldrei aftur, einfalda veröld, sem
var laus við flókin og leiðinleg vandamál. Kafli Hans Kuhns um heiðni
og kristni er t. a. m. hugþekk lesning, og minnir á góða og gengna
tíð fyrir daga Olafs Olsens og annarra vondra hofabrjóta og hörga-
spilla. Þá er auðvitað ekki þess að vænta, að Hans Kuhn hafi kynnt
sér eða tekið afstöðu til náttúrunafnakenningar Þórhalls prófessors
Vilmundarsonar um uppruna íslenzkra örnefna. Þórhallur segir m. a.:
En undersögelse af naturforholdene pá isl. -staðir-gárde tyder pá, at
en stor mængde -staðir-navne som man har regnet med var sammen-
sat med person- el. tilnavne, i virkeligheden (med större eller mindre
sikkerhed) er afledt af ord for naturforhold" (Kult. hist. Leks. XVI:
-stad). Af þessu leiðir m. a., að fræðilegt gildi ísl. fornsagna hefur
rýrnað að mun síðustu árin, og var það þó magurt áður. Söguleg
tilvera margra af hetjum Islendingasagna er orðin mjög vafasöm;
írska prinsessan Melkorka virðist t. a. m. eiga upphaf sitt í samstöfuðu
örnefni, sem merkir gróðurvana eða korkulegan mel.
Við verðum að fyrirgefa miðaldamönnum vanþekkingu þeirra á
vísindum og heimildarýni 19. og 20. aldar. Listræn skynjun hefur
verið þeim eðlislægari en raunvísindakynslóðum okkar tíma. Þeir urðu
fyrir sömu sálarreynslu og við, voru haldnir sömu hvötum og ástríð-
um, áttu þann veruleika sameiginlega með okkur, en voru óvanir
ströngu mati á svonefndum staðreyndum. Það, sem þeir höfðu fyrir
huglæg sannindi og þótti vel fá staöizt, var höfundum Islendingasagna
bjargfastur veruleiki. Þeir áttu þvi láni að fagna að vera í list sinni
mjög óháðir tíma og rúmi, vera þar almáttugir drottnar veruleikans
og geta skapað prinsessur úr korkumelum og veraldardrama úr bænda-
sennum. Höfundar íslenzkra miðaldabókmennta voru myndlistar-
meistarar og eðlisskyldastir sjónhverfingamönnum kvikmyndagerð-
arinnar. Þeir voru í senn börn síns tíma, háðir tízkustefnum í list og
lífsskoðunum, og fangar fortíðarinnar. íslendingasögur urðu til á löng-
um tíma; þær elztu virðast rómanskir síðgotungar eins og Egla, en
þær yngstu eru hágotneskar eins og Grettla, sem mun þó ekki eldri
en frá síðari helmingi 14. aldar.
Das alte Island fræðir okkur lítið um vandamál islenzkrar menn-
ingarsögu miðalda, en þar er að finna margs konar annan fróðleik.
Það er leiðinlegt, að jafngóð bók skuli hafa orðið úrelt daginn, sem
hún kom út.
Björn Þorsteinsson.