Saga - 1972, Page 216
214
RITFREGNIR
Það, að Sverrir vann Noreg og sannaði með því, að hann átti ærna
konungsgiftu, þurfti engrar kirkjuréttarlegrar staðfestingar umfram
fyrri konunga, þar til bannsetningin féll á hann. Þá þurfti Vamarræðu
í nýja þörf. Ekki skipti Sverri það meginmáli heldur, hvort norrænir
heimamenn litu fremur á hann sem festanda þjóðskipulagsins eða sem
ofsterkan keppinaut þeirrar klerkastéttar, sem hann var kominn úr.
Hann fékk eflaust klerka til að semja með sér „Varnarræðu gegn
biskupum" einhverntíma árin 1199—1202 (hugsanlega þó 1—3 árum
fyrr), en þorri þegna hefur ekki hirt af því verki að vita fyrr en löngu
eftir dauða konungsins. Ræðan átti hins vegar að snúa lærðri stétt
til konunghollari skilnings og hefur bæði beint og um milliliði gert
það smám saman á 13. öld. Nú er birt doktorsrit um þá ræðu og
nátengd efni: Kongens ære, eftir Erik Gunnes.
Bókin Kongens ære er mikillar athygli verð fyrir Islendinga, sem
þurfa nú evrópska víkkun 13. aldar skilnings síns. Gunnes gerir ljóst,
að Varnarræða er ekki aðeins samanskrap röksemda úr þrætubókum
og úr ýmsum „Summum" ættuðum frá Kirkjulögum Gratians (síðan
um 1140), heldur vel samið rit á grunni menningarviðhorfa, sem höfðu
mótazt við hirðir Friðriks barbarossa (d. 1190) og Hinriks II Planta-
genets (d. 1189). Hér skal bent til hinna samevrópsku rannsóknarefna
með því að telja upp fyrirsagnir á 2.—7. kapítula doktorsritsins:
Hinn guði vígði konungdómur. — Þjóðfélagsvöldin tvenn. — Frelsi
kirkjunnar. — Lénsveldiskröfur Varnarræðu. — Sæmd konungsins. —
Bann og interdictum. — Loks er 7. kap. um „bráðabirgða" niðurstöð-
ur höfundar og nokkrir bókaraukar, m. a. 16 síðna skrá heimildanna.
Sæmd og tign hins vígða konungs er það, sem heitir ,,ære“ í titli
ritsins. Grunnhugmynd Varnarræðu um tilgang konungdóms er hin
norska, sem ég gat i byrjun, en alls ekki hinn tvíbenti íslenzki sagna-
skilningur á breyskum hetjum og dramatík, vel kunnur Sverri presti.
Svo rammpólitísk er ræðan, að Islendingur metur hana enn sem óraun-
sæja mynd norrænna stjórnarhugsana fyrir 1199, en miklu heldur sem
erfðaskrá Sverris til niðja sinna, eigi sízt i þörf Eiríks Magnússonar
„prestahatara", er ríkti 1280—99. Konungsskuggsjá, sem mun vera
nærri 60 árum yngri, og Hirðskrá, sem var að fullgerast 1260—74, eru
öndvegisrit þessarar konungsdómstúlkunar á Norðurlöndum og þó víð-
ar væri leitað og norskri hámiðöld til alþjóðlegs sóma. Hin þrungna
spenna í Varnarræðu varð að merkum örlagavaldi 13. aldar.
Kóngar í íslenzkum þjóðsögum eru aldrei þeirrar tegundar, sem
Sverrir og Varnarræða eða Konungsskuggsjá krefjast. Að öðru leyti
eru þeir eftirmyndir, kannski svipdaufar, eftir einhverri af þeim þrem-
ur stórmennatýpum, sem löglærðir miðaldaklerkar aðgreindu svo:
tyrannus, rex justus, rex inutilis. I virkileik miðalda máttu sannir kon-
ungsmenn vara sig á að nota fyrsta orðið um hinn krýnda, sem von
var, en algert bannorð var hið þriðja, ónýtur kóngur eða nákvæmar:
konungur, sem er skugginn einn. Þeim mun launhæðnari og tilbrigða-
rikari eru myndir þjóðsagna einmitt af týpunni „inutilis". — Sleppum