Saga - 1972, Side 218
216
RITFREGNIR
kvæmda í verki. Hér nyrðra getur bókin Biskop og konge 1948 verið
inngangslestur að bók Benson’s, sem fjallar þó um ólik lönd og fleiri
deilusvið. — Ritdóm sem ég um hvoruga bókina; þetta er fregn.
Það sýnist gerlegt héðan af, að einhver kandídats- eða doktorsefni
kanni og riti um helztu vígslutálma, sem ætla má af heimildum, að
mætt hafi biskupaefnum komnum af Islandi i leit að vígslu. Þeir tálm-
ar urðu yfirstignir oftar en hitt, og ber það þó engan veginn vitni
um spilling miðaldakristninnar, né um það, að islenzkt líferni væri
svo einstætt sem okkur er tamt að trúa. T. d. náðu óskilgetnir vígslum.
Undir lok bókar dregur Benson nokkuð af því saman, sem tengir
sérsviðarannsóknir í henni framar. Nokkrar af breytingum krossferða-
alda á viðhorfi háklerka og valdsmanna sem meir og meir aðskilinna
stétta koma þar í allskarpt ljós. Fyrrum hafði klerkastétt sett allt
traust sitt á konunga landa sinna eða keisarann. Þetta breyttist smám
saman, eftir að tíund og sálugjafir jóku hvarvetna sjálfstæði kirkjunn-
ar, jarðeignir tilféllu henni og kiaustrum, en konungleg lén veitt til
kirkjuhöfðingja gerðust fátíðari og óvissari en fyrr, m. a. sökum in-
vestiturdeilna við páfann. Til marks um, að jafnteflisstaða hafi verið
í þýzkum löndum (og víst Danmörku) fram á 13. öld milli keisara
og páfa, er oft til þess vitnað, að 100 árum eftir að Konkordat i Worms
var gert 1122 milli Heinreks V (d. 1125) og Calixtusar páfa telur sax-
neski lögmaðurinn Eiki frá Repgow þá sætt enn í fullu gildi, þótt
hvorugir hefði játað henni til langframa, páfar né keisarar þeir, sem
ríkt höfðu, en stöðugt barizt um að ná valdi af hinum. Barátta sú
leiddi hins vegar til æ meiri miðstýringar frá Róm og á hinn veginn
frá hirð þjóðhöfðingjanna í hverju ríki. Fullnaðarsigur annars valda-
kerfisins yfir hinu gat ekki gerzt í þessum heimshluta fyrr en siða-
skiptin klufu hann í tvennt milli konunglegs absolútisma og páfa-
legs. Hámiðaldir og siðar renaissance áttu sér ekkert jafnvægiskerfi
í reynd nema jafnteflisástandið, en til að bæta sér þennan ótryggleik
upp varð kirkjukenning um sáluhjálp fyrir handan, en kanónískt lög-
leidd forréttindi lærðrastéttar hérna megin, að skrást á bækur í svo
alfullkomið kerfi, að það hefur blekkt nútímamenn til að halda, að á
miðöldum hafi allt verið sælt og tryggt og þó einkum hlotið að standa
kyrrt.
Ljóst er, að 13. öld eykur jafnt miðstýrigetu konungs sem páfa, og
munar mest um Innocentius páfa III (1198—1216) og meginlands-
drottnara á borð við Friðrek keisara II. Óvissara er að fullyrða, hvar
liggi orsök hvers. Staðfesting Lateranþings á kirkjustefnu Innocentí-
usar 1215 og Jóhanns landlausa á Magna Carta sama ár leiðir engan
veg hvað af öðru, enginn stór konungaósigur heldur í reynd, en heim-
ur var ekki samur eftir, — nútími varla undanþeginn afleiðingum
þessa.
Það er ekkert meginmark undirstöðurits þessa um réttarstöðu kosnu
biskupsefnanna að rekja Evrópusögu, hvað þá Norðurlandasögu. Þeim
mun heldur er bókin óhlutdrægt verk, sem könnuðir margvíslegra
miðaldaefna geta sótt víðsýni og stjórnarfarsleg þekkingaratriði til.
Björn Sigfússon.