Saga - 1982, Blaðsíða 15
ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
13
ildum einkaaðila frá glötun. Óhætt er að segja með fullum rétti,
að sama ástand ríki enn, þegar þetta er ritað. í raun og veru hefur
safnið ekki, þegar á heildina er litið, nema lítinn hluta af þeim
gögnum, sem það ætti að hafa. Þarf stórátak til þess að bæta
þannig úr, að nokkur teljandi breyting verði til batnaðar.
Að því er varðar ljósritun heimilda um ísland i erlendum söfn-
um, er þess fyrst að geta, að í reglugerð frá 1916, 8. gr., er gert ráð
fyrir, að safnið láti afrita og jafnvel ljósmynda slík gögn. Al-
kunna er hve fyrrnefnda aðferðin er dýr, seinleg og hætt við vill-
um í afritum. Sú síðarnefnda var einnig lengi dýr og seinleg, og
skammt er í raun og veru síðan handhæg ljósritunartækni kom til
sögunnar. Nokkuð hefur verið ljósritað af gögnum í Ríkisskjala-
safni Danmerkur, og munar þar mest um bréfabækur rentu-
kammers 1683-1848. Þetta er þó einungis brot af því, sem þyrfti
að ljósrita í söfnum þar i landi, ef vel ætti að vera, og engin skipu-
leg ljósritun hefur farið fram í öðrum löndum. Slíkt myndi á hinn
bóginn gerbreyta til batnaðar allri aðstöðu til rannsókna á ís-
lenzkri sögu, enda þykir hliðstæð söfnun ljósrita eða örfilma
(míkrófilma) sjálfsagður liður í starfsemi skjalasafna erlendis,
ekki sízt þjóðskjalasafna.
6. Skrásetning og útgáfa á skrám langt á eftir tímanum
Auk þess sem mikið hefur jafnan skort á það, að Þjóðskjala-
safnið hefði í fórum sínum þau skjalagögn, sem því ber, hafa
ýmsar deildir þess löngum verið afar óaðgengilegar. Þetta stafar
m.a. af því, að mikill misbrestur hefur verið á því, að ýmis em-
bætti skiluðu skjölum sinum nægilega vel röðuðum og í sóma-
samlegum, vel merktum umbúðum. Þá hefur það oft viljað brenna
við, að skrár, sem fylgja eiga afhentum skjölum, séu ærið ófull-
komnar og jafnvel, að engar afhendingarskrár fylgi þeim. En
ætlazt er til í reglugerð um safnið, að hvorttveggja sé í góðu lagi.
Fyrir bragðið hefur það kostað hið fámenna starfslið safnsins afar
mikinn tíma og erfiði að koma þessum skjalasöfnum í einhverja
lágmarksröð og reglu, og um raunverulega skrásetningu hefur þá
oftast ekki getað verið að ræða.