Saga - 1982, Blaðsíða 151
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
149
2. Skonert ,,ADORAM“ frá Haugasundi
Þetta skip á sér nokkru lengri hrakfallasögu en þau önnur sem
hér verður sagt frá. Sú saga hefst strax haustið 1883. Þá lá
>.Adoram“ við Litla-Árskógssand og lestaði síld. Föstudaginn 2.
november var skipið fulllestað og þann dag var unnið við að gera
sjóklárt og búa undir heimsiglingu. Eitthvað hamlaði því að hægt
v*ri að leggja strax á hafið og ,,Adoram“ lá um kyrrt allan næsta
^ag. Aðfaranótt sunnudags hvessti skyndilega af norðri eða
norðaustri, og varð veður svo mikið að skipið tók að draga legu-
feri sín að landi.
Legið var við tvö akker, með 40 faðma keðju á stjórnborða, en
50 faðma á bakborða. Skipstjórinn, John H. Rönnevig, lét gefa út
20 faðma í viðbót af hvorri keðju, en það nægði ekki; skipið hélt
nfram reki sínu og nálgaðist óðum brimgarðinn. Strand virtist
oumflýjanlegt. Þá var höggvið á stagi og strengi, og möstrin féllu
fyrir borð. Tapaðist þannig allur seglabúnaður. Þetta nægði til
Þess að skipið festist aftur og hékk rétt utan við brimgarðinn.
Þetta veður stóð ekki lengi og á mánudegi gat skipstjórinn haft
samband við d/s ,,Nordkyn“, sem var eina gufuskipið sem eftir
var á Eyjafirði, og fengið skip sitt dregið til Akureyrar.
Ekki þýddi að hugsa til að komast heim til Noregs á
..Adorarn”, sem nú var rúin möstrum og seglum. Skipstjóri vildi
því leggja skipinu í vetrarlægi og fékk leyfi til að leggja þvi út við
Toppeyri. Það er nánast furðulega valið legupláss. Toppeyri er út
v>ð Hörgárósa og er slæmt skipalægi í norðaustan og suðaustan
uttum, en segja má að það séu ríkjandi vindáttir á Eyjafirði.
..Adoram” var nú dregin út að Toppeyri og lagt þar við tvö
akker. Farmurinn var fluttur yfir í galeas ,,Venus“, sem sigldi
hann á markað. Skipverjar fóru allir heim til Noregs, að
undanskildum stýrimanni, sem átti að gæta skipsins um veturinn.
Hann bjó einn um borð í því nær níu mánuði, og gekk á ýmsu
fyrir honum. Akkerin virðast hafa haldið illa og skipið rak sitt á
kvað. Einu sinni tók það niðri, en ekki til skaða. Oft þurfti hann
a<5 fá menn til aðstoðar við að hala skipið til og ganga frá því þar
Sern betur færi um það. Einu sinni missti hann frá sér bátinn, en