Saga - 1982, Blaðsíða 276
274
SVANUR KRISTJÁNSSON
grundvelli og flokkaskipulagi sjálfstæðisstjórnmálanna, þegar
ágreiningur flokka snerist mest um samband íslands og Danmerk-
ur, jafnframt því sem skipulag þeirra byggðist fremur á bandalagi
þingmanna og annarra forystumanna í hverjum flokki heldur en,
eins og síðar varð, á formlegu flokksskipulagi með flokksfélög
sem grunneiningar. í bókinni um Ólaf Thors er t.d. frásögn Arna
Helgasonar, þar sem segir m.a.:
Ég fór fyrst á landsfund 1946. Þá var kosið til landsfundar eftir
allt öðrum reglum en nú. Þá voru trúnaðarmenn í hverjum
hreppi, sem útnefndu fulltrúa, og fór valið mikið eftir því,
hvort menn höfðu tök á og tíma til að mæta. Þá var ekki farið
til Reykjavíkur frá Stykkishólmi á þremur klukkutímum eins
og nú, og flugsamgöngur engar. Landsfundarfulltrúar skiptu
ekki hundruðum eins og nú, og þá urðu fundirnir persónulegn
en oft síðar. Nefndir störfuðu og við, sem i nefndum vorum,
urðum oft að leita til forystumanna flokksins, sem voru litríkir
,,originalar“ hver á sína vísu. Leitaði ég til þeirra, eins oft og
ég þorði, því að það var mér svo mikill andlegur styrkur. (H-
bindi, bls. 396).
Víðar í bók Matthíasar kemur skýrt í ljós, hve flokksstarf og
flokksskipulag Sjálfstæðisflokksins var persónulegt; á stundum
voru miðstjórnarfundir flokksins meira að segja haldnir heima
hjá Ólafi Thors (I. bindi, bls. 308).
Gunnar Thoroddsen leggur mikla áherslu á rétt minnihluta i
Sjálfstæðisflokknum og skoðanafrelsi innan flokksins, þannig að
einstakir flokksmenn geti jafnvel myndað ríkisstjórnir í andstöðu
við meirihluta flokksmanna og flokkssamþykktir. Slíkt „frelsi
er að mati Gunnars grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar og flokkur-
inn mundi sundrast, væri það ekki tryggt í flokkslögum (sjá bls-
224—247 og einkum bls. 257).
Raunar var sú ákvörðun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokks-
ins að vísa tillögum um breytt skipulag flokksins til miðstjórnar
og þingflokks nokkur viðurkenning, ef ekki á skilningi Gunnars a
gerð Sjálfstæðisflokksins, þá a.m.k. á þeirri hættu, að flokkurinn