Saga - 1982, Blaðsíða 317
RITFREGNIR
315
took place” (87), þar sem hið rétta er aðeins að slík verslun fór ekki um hend-
ur kaupmanna. Af almennari atriðum má sérstaklega nefna það að
mikilvægi þilskipanna er gegnumgangandi oftúlkað. Þau voru aldeilis
ekki “the sole growth element of the domestic economy” á síðasta
fjórðungi 19. aldar (12) né bátaflotinn orðinn um aldamót “the tradi-
tional declining element of the fishery” (85), og ofmat á hagkvæmni
skútuútgerðar leiðir höfund til að ofgera í skýringum á því hve hægt hún
breiddist út (einkum 86—87). Þessu líkum aðfinmlum mætti hæglega
fjölga, og er ég þó ekki með fróðustu mönnum um útvegssögu. Bót er i
máli að nákvæmnin virðist aukast þegar nálgast nútímann, og það er
hvort sem er um þriðja og fjórða áratuginn sem Sigfús hefur mestu við að
bæta þann fróðleik sem auðfundinn er annars staðar. Um hið eldra skyldi
nota bók hans með verulegri varúð.
Sigfús tilfærir, eins og fyrr segir, allmikið talnaefni og beitir stærð-
fræðilegri úrvinnslu þess miklu meira en sagnfræðingar hafa að jafnaði
lag á. Má hér margt af honum læra, og sérstaklega er til fyrirmyndar
hvernig kort eru víða notuð til að að tjá talnaefnið. Einnig hér ber þó við
að heimildatúlkun sé ábótavant. Lakasta dæmið er umræða (bls. 114) um
“income per capita” 1910 sem verið hafi nálægt 100 krónum í kaupstöð-
unum, en 5 — 15 krónur í “most of the farming counties”. Þessar tölur
eru í fyrsta lagi fáránlega lágar, og munur kaupstaða og sýslna í öðru lagi
fáránlega mikill, svo að rétt væri að vantreysta hverri heimild sem þessar
tölur birti. Sigfús vísar í Landshagskýrslur, en um heildartekjur
landsmanna voru engar opinberar skýrslur samdar fyrr en löngu síðar.
Hér hljóta því að vera á ferðinni tölur frá tekjuskattsálagningu, þar sem
bæði var sleppt tekjum af landbúnaði og sjávarútvegi, og þó notar Sigfús
þær (120) til að tengja háar tekjur kaupstaðabúa við skútuútveginn. Og
það þótt hann hafi einmitt rætt skattlagningu þessara atvinnugreina (105)
og gert sér þar ljóst að þær voru tekjuskattsfrjálsar (þótt honum sjáist þar
yfir ábúðar- og lausafjárskattinn sem hliðstæðu við útflutningsgjöld
sjávarútvegsins). Næst þessum skelfilega fingurbrjót þykir mér
tortryggilegast hvernig notaðar eru manntalsupplýsingar um at-
vinnuskiptingu, sérstaklega frá 1901 (bls. 118, 220 og víðar); kennir þess
þar, sem Sigfúsi er raunar vorkunn, að hann þekkir ekki óprentaða BA-
ritgerð Árna Indriðasonar um þetta efni. Og víðar mætti fetta fingur út i
óvarlega notkun skýrslna, eða a.m.k. biðja um fyllri varnagla en slegnir
eru.
Nú birtir Sigfús ekki aðeins tölur, heldur notar hann þær til að reikna
°g álykta. Satt að segja er víða beitt of flókinni stærðfræði fyrir mig að
dæma um, en víða eru niðurstöður bæði sannfærandi og athyglisverðar.
Kafli XII. 2 er þar ágætt dæmi, með merkilegri niðurstöðu um það hvern-
>g smærri útgerðarstaðir hættu á fjórða áratugnum að dragast aftur úr
hinum stærri. Eins er um hinn stutta kafla XI, að þar verður tölfræðileg